Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 87
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 85 Ekki hefur verið um það deilt að aðgerðir Alþingis 10. apríl 1940 hafi verið heimilar og nauðsynlegar að íslenskum lögum og alþjóða- rétti. Einstaka menn hreyfðu því hins vegar einkum eftir á - þótt þeir hefðu átt kost á að hreyfa því fyrr hefðu þeir þá viljað - að ályktanir Alþingis væru eigi nógu róttækar. Er svo að skilja sem þessir menn hafi viljað slíta sam- bandinu við Dani og stofna lýðveldi þá þegar. Alger sambandsslit þá þegar hefðu hins vegar verið ákaflega hæpin eða e.t.v. með öllu óheimil að alþjóðalögum. Samkvæmt eðli sambandsins og fjarlægðar Íslands og Danmerkur gat a.m.k. það eitt, að ekki næðist til konungs í nokkra daga eða jafnvel vikur, trauðla heimilað riftingu sambandsins. Ályktanirnar frá 10. apríl 1940 kváðu hins vegar berum orðum svo á, að ráðstafanirnar sam- kvæmt þeim væru einungis gerðar „að svo stöddu“, þ.e. til bráðabirgða. Menn gerðu sér þá þegar grein fyrir því að svo kynni að fara að síðar yrði bæði ótvíræður réttur og þörf til frekari aðgerða. Því til sönnunar skal þess getið, að ég sem hafði verið meðal þeirra er ríkisstjórnin kvaddi til undirbúnings ályktan anna, lét svo um mælt í grein er ég ritaði í maí–júní 1940 og birtist þá um sumarið í Andvara: Verður og ekki á móti því mælt að ef það ástand sem nú er helst langa hríð, eru forsendur sambandslaganna fallnar brott, og geta Íslendingar þá ekki lengur verið bundnir af þeim. Kemur síðan fram að ég tel riftingarrétt Íslendinga hljóta að vera ótvíræðan ef ástandið verði eigi breytt þegar fram á árið 1941 komi. Fyrri hluta árs 1941 kom upp nokkur ágreiningur um hvort rifta ætti sambandslögunum þá þegar og stofna lýðveldi, eða una ætti enn um sinn við bráðabirgðaskipan þá sem á var. Reyndu menn þá að gera sér grein fyrir hver réttarstaða landsins væri. Kom þá í ljós að ein staka lögfræðingar vildu lítið um málið segja, en sögðust ekki geta „ábyrgst“ að riftingar réttur á sambandslögunum væri fyrir hendi. Nú er það svo, að hið síðasta af öllu sem góður lögfræðingur gerir, er að „ábyrgjast“ um úrslit mála. Svo er margt sinnið sem skinnið. Og úrslitin velta ákaflega oft á því hver úrslita- dóminn kveður upp. En það veit enginn fyrir fram. Þegar leitað er álits lögfræðinga á vandasömu máli, biður því enginn skyni gæddur maður um „ábyrgð“ þeirra, heldur rökstudda greinargerð fyrir skoðunum þeirra. Hinu mikla máli sem hér var um að ræða var með öllu ósamboðið að ætla að ráða því til lykta á þeim grundvelli hvort einhver vildi „ábyrgjast“ eitthvað, án rökstuðnings en einungis eftir tilfinningu sinni eða skapgerð. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Jakob Möller, leituðu því til mín og óskuðu þess að ég semdi rökstudda greinargerð um málið. Við þeim tilmælum varð ég. Til grundvallar lagði ég þá staðreynd sem Alþingi hafði slegið fastri með samþykkt sinni 10. apríl 1940 og Danmörk sjálf hafði viðurkennt, að Danmörk hefði eigi um nær eins árs bil „getað rækt umboð til meðferðar“ þeirra mála Íslands sem henni var fengið með sambandslögunum. Síðan rakti ég réttarreglur þær sem um þvílíkt tilfelli giltu, ekki eftir mínu eigin áliti, því að það hafði enga þýðingu, heldur eftir samhljóða áliti helstu þjóðréttarfræðinga, bæði meðal engilsaxneskra þjóða og á megin landinu, þ. á m. hinna nafnkunnustu dönsku lögfræðinga. Skoðanir allra þessara manna voru á eina leið, að riftingarréttur væri ótvíræður í þvílíku tilfelli sem þessu. Álitsgerð þessi var síðan afhent ráðherrunum og sumum þingmanna. Birti ég og höfuðatriði hennar í Andvara síðar á árinu 1941. Hefi ég hvorki heyrt né séð nein rökstudd andmæli gegn skoðunum þeim sem þar eru raktar, né síðan vitað einn einasta íslenskan lögfræðing í eigin nafni draga í efa að þær væru réttar. Alþingi Íslendinga samþykkti og þegar 17. maí 1941 ályktun sem hvíldi á greindum kenn ingum hinna erlendu höfunda um riftingar réttinn, og lýsti þess vegna yfir „að það telur að Ísland hafi öðlast rétt til fullra sambandsslita við Danmörk“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.