Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 93
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 91 Því hefur Sigurður Eggerz svarað best með ummælum í grein sem Vísir birti 29. mars 1941. Þar segir svo: Því hefur verið haldið fram, að með því að nota riftinguna, sýndum vér Dönum óvenju- lítinn drengskap og bökuðum þeim mikinn sársauka. - Ég óska þess innilega, að Danir fái aftur öll umráð yfir sínu landi og megi eiga það kvaðalaust áfram. - Ég óska þess inni- lega, að Íslendingar fái full umráð yfir sínu landi og megi eignast það kvaðalaust. - En ég get ekki óskað þess, að Danir megi halda áfram rétti þeim, sem þeir hafa yfir Íslandi. - En sársauki sá, sem að þeim er kveðinn, ef vér riftum, er þá aðeins fyrir það, að þeir missa rétt sinn yfir landi voru, en vér eignumst hann. - Getur nokkur Íslendingur tekið þátt í þessum sársauka Dana? Nú er ekki lengur um að ræða að rifta sam- bandslögunum fyrir þann tíma sem í þeim sjálfum er tilskilinn. Ætlunin er þvert á móti sú að slíta sambandinu nær hálfu ári síðar en sam kvæmt sambandslögunum sjálfum er heimilt. Ástæðan til hugsanlegrar gremju Dana er því gersamlega brottu fallin, enda er ljóst að afstaða Bandaríkjanna hlýtur að byggjast á því að slík gremja sé með öllu ástæðulaus ef beðið er með framkvæmd lýðveldisstofnunar þar til eftir árslok 1943. Undanhaldsmennirnir íslensku segja eflaust að því fari fjarri að ímynduð gremja Dana spretti af því að fyrirhugað er að þeir missi sín alda- gömlu ráð yfir Íslandi fyrir fullt og allt, heldur komi hún til af hinu að ekki eigi að tala við þá. En um hvað á að tala við Dani? Hver eru þau ákvæði sambandslaganna sem til mála geta komið að verði látin halda gildi? Konungdæmið? Íslendingar urðu að taka konungsvaldið inn í landið á hættunnar stund. Ekki vegna eigin óska, heldur til þess neyddir af ofurþunga atburðanna. Síðan hafa liðið yfir landið hættusamari tímar en nokkru sinni fyrr. Við kvöddum til okkar eigin þjóðhöfðingja, búsettan í landinu sjálfu, til að hjálpa til við að ráða fram úr vandanum. Kemur nokkrum til hugar að Íslendingar reki hann af höndum sér og semji um að fela erlendum manni í fjarlægu landi aftur æðsta vald í málefnum ríkisins? Utanríkismálin? Eru þeir margir Íslendingarnir sem vilja á ný fela Dönum meðferð utan- ríkismálanna, eftir að við urðum óviðbúnir að taka þau að öllu í okkar hendur í miðju ölduróti styrjaldarinnar? Landhelgisgæslan? Dreymir nokkurn Íslending um það að danski fáninn sjáist framar við hún á þeim skipum sem eiga að gæta íslenskrar landhelgi? Gagnkvæmur ríkisborgararéttur? Fullvíst er að Íslendingar semja ekki framar um það að þrjátíu sinnum mannfleiri þjóð hafi sama afnotarétt af landinu og Íslendingar sjálfir. Hitt höfum við alltaf talið sjálfsagt, og það leggur stjórnarskrárnefndin til, að Danir sem hér dveljast nú þegar, haldi öllu jafnrétti við Íslendinga. Og dettur nokkrum í hug að Danir fari ekki á sama veg með Íslendinga þá sem nú dveljast í Danmörku? Áreiðanlega ekki þeim sem mest tala um norrænar sambúðarvenjur. Hvað er fjarlægara norrænum drengskap en að hugsa sér að Íslendingar í Danmörku væru látnir gjalda þess að Íslendingar á Íslandi vildu að land þeirra yrði sjálfstætt? Slíkum fjarstæðum er ekki eyðandi á orðum. En þá er upp talið það efni sambandslaganna sem hugsanlegt væri að tala um eða semja, þegar frá er fallið fyrirmælið um ævarandi hlutleysi Íslands sem áður er á drepið og Dani varðar engu. Hvert af þessum ákvæðum kemur til mála að Íslendingar endurnýi í einhverri mynd? Og ef menn eru sammála um að það sé ekkert, um hvað á þá að tala? Jú, segja undanhaldsmennirnir, að vísu getum við ekki tilgreint neitt ákveðið atriði sem við þurfum um að semja eða tala um við Dani, en norrænum sambúðarreglum verðum við að fylgja. En á hverju hvílir hin norræna samvinna? Á gagnkvæmri virðingu fyrir frelsi, lýðræði og menningu hverrar einstakrar Norður- landaþjóðar. Er þessi grundvöllur rofinn með því, að Íslendingar með alþjóðaratkvæði treysti menningu sína með stofnun alfrjáls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.