Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 95
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 93 Skylt er þó að geta þess að dr. Björn segir hvergi berum orðum að hann sé andvígur tillögum þeim sem stjórnarskrárnefndin hefur eftir flutning ræðunnar borið fram. En bæði er, að rök hans hníga mjög að því að svo sé, og að þau eru frumflutt eftir að vitað var að Alþingi ætlaði ekki að leggja til að lýðveldis- stofnun kæmist í framkvæmd fyrr en á árinu 1944, nema ófriðarlok yrðu fyrr. Ummæli hans eru því með öllu út í hött ef þeim er ekki stefnt gegn ráðagerðunum um að ljúka málinu strax á árinu 1944. Svo hafa og ummælin verið skilin, sem sjá má af því að þeir ólánsmenn sem nú hafa brugðist foringjum sínum og rita í Alþýðublaðið hverja úrtölugreinina af annarri, vitna til orða dr. Björns sem sérstaklega „viturlegra“. Loks varð alger þögn dr. Björns um tillögur stjórnarskrárnefndar er hann talaði til þjóðar sinnar 17. júní sl. eigi skilin á annan veg en þann að enn væri hann sömu skoðunar og í ræðunni 1. desember 1942. Í ræðu sinni 1. des. talar dr. Björn Þórðarson um það sem með öllu úreltan hugsunarhátt, „að sambandslagasamningurinn við Danmörk sé fjötur um fót frelsi voru og framtíð“ [...] Að vísu segir hann, að því hafi verið yfirlýst af Íslendinga hálfu að samningurinn yrði ekki endurnýjaður. En hann bætir við: „Báðum þjóðum var ljóst, og öllum er ljóst, að minnsta kosti hér á landi, að semja þurfti og semja þarf um margs konar hagsmunamál, sem hvor þjóðin átti og á innan umdæmis hinnar.“ Orð hans verða eigi skilin á annan veg en þann að hann telji óþarft að líta á þá skipun sem nú er hér á meðferð hins æðsta valds sem bráða- birgðafyrirkomulags, því hann vekur athygli á að hún sé hliðstæð því sem í Ungverjalandi hefur haldist í hálfan þriðja tug ára. Enda segir hann síðar orðrétt: Vér búum, ef svo má að orði kveða, við konunglegt lýðveldi, á sama hátt og nafn- frægur rithöfundur nefnir samveldislöndin bresku „hin krýndu lýðveldi.“ Enn segir hann: Sjálfstæðið höfum vér öðlast á grundvelli laga og réttar, og því aðeins getum vér orðið hlutgengur aðili í samfélagi þjóðanna, að enginn skuggi falli á mannorð vort í því efni, þar megum vér aldrei tefla á tæpasta vaðið. Í beinu framhaldi þessara orða víkur hann síðan að meðferð sjálfstæðismálsins á árinu 1942, og segir m.a.: Ég skal ekki þreyta hlustendur á því að rekja lengur hinn raunalega gang þessa máls, því það væri endurtekning á því, sem allir vita. En ástæða er til að benda á það, að vér höfum fengið með nokkurra mánaða milli bili ráðlegging og bendingar frá tveimur heimsveldum, sem eru vinir vorir og verndarar, um það hvernig vér ættum ekki að haga oss. Og skömmu síðar eru þessi spekinnar orð: Nú mun ennfremur, í stjórnmálaviðskiptum þjóða í milli, vera litið svo á, að þegar vinsam- leg stórþjóð tekur ástæðu til að aðvara smá þjóð í tilefni af því, sem hún hefur gert eða ætlar að gera, að í aðvöruninni felist jafn- framt áminning. - Annars er það íhugunar- vert, hvort þessar aðvaranir gegn því, að vér einhliða lýstum sambandssáttmálann úr gildi fallinn og segðum konunginum upp, eru ekki einnig fram komnar af því, að réttur vor til þessara athafna þyki ekki með öllu tvímæla- laus. En hvað sem því líður, er æskilegt að komast hjá aðvörun í þriðja sinn. [...] Enginn getur meinað neinum íslenskum doktor að hafa vantrú á rétti þjóðar sinnar, jafnvel þótt Alþingi hafi með einhuga sam- þykkt lýst honum þjóðinni til handa. Og ef einhver hyggur að hann varpi ljóma á doktors- hatt sinn með því að gangast í berhögg við kenningar hinna frægustu þjóðréttarfræðinga og afneita þeim rétti sem Íslandi samkvæmt þessum kenningum skýlaust ber, þá er honum það að sjálfsögðu heimilt. Það er meira að segja sennilegt að nafn hans verði lengi í minnum haft þó að með öðrum hætti kunni að verða en ágætt ævistarf að öðru leyti gefur efni til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.