Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 97

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 97
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 95 að ef ekki er knúið á, þá mun ekki heldur upp lokið verða. Lítum til annarrar þjóðar, þeirrar sem okkur er skyldust, Norðmanna. Árið 1905 biðu þeir ekki lengur en í ellefu daga með það sem við viljum draga í fjögur ár, og ekki gera fyrr en sá tími er kominn sem þegar fyrir aldarfjórðungi var umsaminn. Halda menn að Norðmenn hafi þá verið að hugsa um að sleppa við aðvaranir eða jafnvel áminningar fyrir að standa á rétti sínum? Sannarlega ekki. A.m.k. fengu þeir aðvörun í því formi að þeir urðu að bíða í nærri hálft ár þangað til erlend ríki sendu þeim sendi herra, og eindregin mótmæli fengu þeir frá Svíakonungi. Nú eru þeir ein mesta hetjuþjóð heims. Vegna þess að þeir 1939 og síðan hafa lifað eftir sömu meginreglunni og 1905, að frelsið væri þess vert að á væri knúið til að öðlast það og varð veita. Lítum á okkar eigin sögu. Ætli Jón Sigurðsson hafi hugsað um það á Þjóðfundinum 1851, er hann reis upp og mótmælti gerræði konungs- fulltrúa í nafni konungs og þjóðarinnar, að hann mætti nú vara sig á að fá ekki aðvörun og áminningu? Og ætli þeir þjóðfundarmenn, sem í einu hljóði tóku undir mótmæli hans og sögðu: „Vér mótmælum allir“, hafi verið búnir að grandskoða huga sinn um það að þeir yrðu ekki fyrir mannorðsspjöllum í augum konungsvaldsins? Víst er það, að umheimurinn veitti þeim engar þakkir fyrir að þeir mótmæltu að rofinn væri sá réttur sem Íslendingar byggðu á heitorði konungs. Friðrik VI. launaði ekki Jóni Sigurðssyni fyrir að hann hélt konungsorðum í heiðri með því að gera hann að ráðherra yfir Íslandi. Nei, en danska stjórnin aðvaraði Íslendinga með að hrekja helstu fylgismenn Jóns Sigurðssonar úr embættum og sjálfan áminnti hún hann með því að sjá um að hann fengi aldrei lífvænlega stöðu í föðurlandi sínu og yrði því að lifa sem útlagi alla ævi. En í minningu þeirrar litlu þjóðar, sem þessir menn lögðu á tæpasta vaðið fyrir, munu nöfn þeirra ætíð verða ljóma vafin. Þetta er að vísu stórfenglegasta dæmið úr sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. - En aðferðin var ætíð hin sama. - Landsmenn stóðu fast á rétti sínum og héldu áfram að klifa um hann þrátt fyrir aðvaranir og áminningar, ekki þrisvar sinnum, heldur þrisvar sinnum þrem sinnum og enn oftar. Hvers var „þref“ Jóns Sigurðs- sonar og annara föðurlandsvina um Gamla sáttmála metið? - Ekki einungis Danir, heldur jafnvel einstöku Íslendingar sögðu að hann hefði enga þýðingu. En Íslendingar héldu áfram. Þeir knúðu á þangað til upp hefur verið lokið í hálfa gátt. Eiga þeir nú að staðnæmast í dyrunum að salarkynnum hinna alfrjálsu þjóða af óttanum við að réttur þeirra kunni að vera vefengdur af einhverjum, svo að þeir fái aðvörun eða áminningu fyrir að ryðjast inn? Eiga þeir að doka við í dyrunum af því að þeir þurfa að tala við svo marga áður en þeir vinda sér inn fyrir dyrastafinn? Bara að hurðinni verði ekki skellt á þá áður en inn er komið. Við skulum tala við vini okkar fyrir innan dyrnar en ekki í dyra- gættinni. Sá er hæverskra manna háttur, enda sjáum við af móttökunum þegar inn er komið enn betur en áður, hverjir eru vinir okkar. Ég er ekki hræddur um móttökurnar. Banda- ríkin hafa fyrirfram boðið okkur velkomna nú eftir áramótin. Bretland, Noregur og Svíþjóð hafa þegar sent okkur sendimenn slíka sem ósamrýmanlegt er sambandslögunum. Og stórveldið rússneska hefur beinlínis þurft að sækja á um að veita okkur viðurkenningu með vist sendiherra hér. Við vonum að enn líði ekki mörg ár til ófriðar- loka. Fram að þessu hefur það verið yfirlýst stefna Íslendinga að stofna hér lýðveldi fyrir ófriðarlok og þó ekki síðar en á árinu 1944. Á þeim grundvelli hvíldu ályktanirnar 17. maí 1941 og samkomulag það, sem um þær varð. Nú segja undanhaldsmennirnir að þetta megi ómögulega gera fyrr en eftir ófriðar- lok. En hafa þessir menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess að við bíðum svo lengi með fullnaðarlok málsins?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.