Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 6
Kápumynd:
Cathy Ann Josephson fæddist 5. febrúar 1951 vestur í Bandaríkjum
N-Ameríku. I Minnesota þar sem Cathy ólst upp og bjó þar til hún flutti til
Vopnafjarðar búa trúlega fleiri af vopnfirskum uppruna en á Vopnafirði í
dag. Frank faðir hennar (nýlátinn níræður að aldri) var fæddur íyrir vestan
en kynhreinn Islendingur. Amma hans fæddist í Viðvík á Vopnafjarðar-
strönd en afi hans á Hraunfelli í Sunnudal. Þau fóru vestur með foreldrum
sínum í stóra hópnum 1893 en þá fluttu 163 Vopnfirðingar vestur um haf.
Cathy ólst upp við sögur frá Islandi og 1994 heimsótti hún landið með
ættingjum sínum á eins konar ættarmóti. í mars 1995 flutti hún alkomin til Vöpnaijarðar og
hefur búið þar síðan.
Cathy hefur stundað ýmis störf á Vopnafirði, unnið á elliheimili, í frystihúsi, í hand-
verkshúsi, Jónsveri og víðar. En allt frá 1998 hefur hún rekið ferðaþjónustu og gistiaðstöðu
fyrir ferðamenn. Strax við komuna til Vopnaljarðar kynntist hún myndlistarklúbbnum sem
þar starfar, fékk að gjöf notaðar akrýlgræjur og fleira og hóf sinn myndlistarferil. Hún hefur
sýnt verk sín á Vopnafirði og selur myndir og kort, mest í handverkshúsi. Frá 2002 hefur
hún starfaði að mestu í sjálfboðavinnu við Vesturfarann og Vesturfaramiðstöð Austurlands í
Kaupvangi. Hún svarar fyrirspumum og safnar upplýsingum um Vesturfara og ættingja þeirra
hér á Islandi og fyrir vestan fyrir afkomendur og áhugafólk. Mynd úr Sunnudal eftir Cathy
Josephson prýðir nú forsíðu Múlaþings.
Höfundar efnis:
Ágústa Þorkelsdóttir f. 1944, veitingakona, búsett á Vopnafirði.
Benedikt V. Warén, f. 1951, flugumferðarstjóri, búsettur á Egilsstöðum.
Gylfi ísaksson, f. 1938, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Halldór Halldórsson f. 1949, útvegsfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Helgi Hallgrímsson, f. 1936, líffræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Hjörleifur Guttormsson, f. 1935, náttúrufræðingur og rithöfundur, búsettur í Reykjavík.
Ólafur Grímur Bjömsson f. 1944, sagnfræðingur, búsettur í Kópavogi.
Ingimar Sveinsson, f. 1927, fyrrverandi skólastjóri, búsettur á Djúpavogi.
Ingvar Sigurðsson, f. 1887 - d. 1967, prestur á Desjarmýri í Borgarfírði eystra.
Sigurður Óskar Pálsson f. 1930 - d. 2012, fyrrverandi skólastjóri og héraðsskjalavörður.
Valdimar Briem, f. 1942, sálfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1914, fyrrv. menntamálaráðherra og rithöfundur, búsettur í Mjóafirði.
Þorvaldur P. Hjarðar, f. 1952, vélfræðingur, búsettur í Fellabæ.
4