Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 9
Minningarorð Guðgeir Ingvarsson f 28.febrúar 1946 - d. 14. febrúar 2012 Guðgeir Ingvarsson var fæddur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra. Guðgeir stundaði nám við Flensborgarskóla og síðan Gagnfræðaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófí þaðan vorið 1966. Hann stundaði nám í ensku við HI 1966-67 og við Kennaraskóla Islands næsta vetur og lauk kennaraprófi vorið 1968. Síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem Guðgeir var við nám í Den sociale Hojskole í Oðinsvéum árin 1971-74 og lauk þaðan prófi sem félagsráðgjafi. Guðgeir var kennari við Bamaskóla Keflavíkur 1968-69 og vann á Skrifstofu ríkis- spítalanna 1969-70. Starfaði sem félagsráðgjafi við Sálfræðideild skóla í Reykjavík 1974-79. Félagsmálastjóri á Akranesi 1979-86 og á Egilsstöðum frá 1986-1999. Vann við ráðgjafarstörf í skólum á Akureyri 1999-2000 og árið eftir sem félagsmálastjóri og kennari á Fáskrúðsfirði og fékkst síðan við kennslu í Fellabæ. Guðgeir vann tvö ár sem blaðamaður á Austra. Hann starfaði síðari árin og til æviloka við Héraðsskjalasafn Austfírðinga, samtals í um hálfan annan áratug. Guðgeir var virkur í hinum ýmsu félagsstörfum, m.a. var hann félagi í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði enda átti kjörorð Lionshreyfingarinnar „við hjálpum“ vel við þann mann sem Guðgeir hafði að geyma. Hjálpsemi í garð náungans var honum í blóð borin. Guðgeir var vel hagmæltur og átti auðvelt með að kasta fram ferskeytlum í góðra vina hópi og átti nokkuð við frekari ljóðagerð. Hann var vel að sér um náttúru íslands, t.d. var hann slyngur í að greina íslenskar jurtir. Guðgeir hafði mikinn áhuga á íslenskum fræðum. Sú vitneskja sem liggur í skjölum þeirra sem gengnir eru var honum hugleikin. Hann hafði unnið upp til prentunar nokkrar greinar úr skjalasafni afa síns séra Ingvars Sigurðssonar á Desjamýri og birtist ein þeirra í þessu hefti Múlaþings. Einnig hafa birtst greinar eftir Guðgeir í Múlaþingi sem hann skrifaði eftir grúsk og heimildavinnu. Guðgeir aðstoðaði við prófarkalestur nokkurra hefta Múlaþings og á meðan eldri hefti Múlaþings voru í geymslu í húsnæði Héraðsskjalasafnsins sá Guðgeir um að selja þeim sem til hans leituðu þau hefti sem viðkomandi vantaði. Ritstjóm Múlaþings vill þakka Guðgeiri fyrir hans störf í þágu Múlaþings sem hann vann ætíð af alúð og vandvirkni. Ritstjórar 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.