Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 22
Múlaþing
Vinstra megin sést í hornið á verkstjóraskúrnum við Stuðlaá og hœgra megin í vörubíl Sigurðar Magnússonar,
vörubílstjóra brúargerðarinnar. Á milli er Stuðlaárbrú í smíðum og hrærivélin. Kollfell í baksýn. (G.I. 1958).
snarbrattan halla vestan í Orrustukambi og
yfir Kerlingardalsá sem rennur meðfram
kambinum. Við riðum síðan sem leið lá niður
Fitjarnar á Flraundal, fram hjá Stakkahlíð
og yfir Stakkahlíðarblá og Klyppstaðablá
í guðdómlegu síðsumarveðri, þótt hálf-
dimmt væri orðið. Við komurn í Ulfsstaði
um miðja nótt og vöktum heimilisfólkið upp
og vorum boðnir velkomnir með hressingu.
Okkur var síðan vísað til hvílu. Þá bjuggu á
Úlfsstöðum Jón Þorsteinsson og sambýlis-
kona hans Sigurbjörg Eyjólfsdóttir (Bogga)
ásamt dóttur þeirra, Úlfhildi Hafdísi. Rnútur
Þorsteinsson, bróðir Jóns á Úlfsstöðum og
Nönnu á Sólbakka, var staddur þarna eins
og jafinan á sumrin til að hjálpa bróður sínum
við heyskapinn. Arið 1957 var búið á þremur
jörðum í Loðmundarfirði, Stakkahlíð, Úlfs-
stöðum og Sævarenda. En um 10 árum síðar
var aðeins ein jörð í byggð. Fyrst fóru Úlfs-
staðir í eyði 1961, þá Stakkahlíð 1967 og
síðast Sævarendi 1973. Eftir góða dvöl hjá
Úlfsstaðafólkinu héldum við á sunnudegi
heim til Borgarijarðar um Háls og Heiði
[Nesháls og Húsavíkurheiði], sem var nokkuð
ljölfarin leið meðan Loðmundarfjörður var í
byggð. Þar liggur vegurinn til Loðmundar-
ijarðar nú. En margir, eins og t.d. Sigurður
á Sólbakka, fóru frekar Kækjuskörð. Það er
styttri leið, næstum bein lína norður-suður
milli Borgaríjarðar og Loðmundarijarðar.
77/ fyrirheitna landsins, Fáskrúðsfjarðar
A miðvikudeginum 14. ágúst fór mestallur
flokkurinn að Lónakílsbm á Jökuldalsheiði
til að sementsþvo hana og bronsa hand-
riðin. Það var góð reisa. Við lukum rennu-
smíðinni á Hálslæk á laugardeginum 17.
ágúst, og þegar vinnunni var hætt, fór ég
með Sigurði Magnússyni að hjálpa honum
að hlessa bílinn með heyi. Með honum fékk
ég svo far til Skipalækjar. Þetta sumar var
Sigurður Magnússon frá Gilsá á Jökuldal
vömbílstjóri brúargerðarinnar, en hann byrjaði
í brúargerðinni sumarið áður og átti eftir að
vera hjá nafna sínum í mörg ár.
Mánudaginn 19. ágúst fluttum við svo á
fomar slóðir til Fáskrúðsijarðar, að Naustá
20