Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 24
Múlaþing
1958 - Stuðlaá
Sumarið 1958 var byrjað á brú yfir Stuðlaá í
Reyðarfirði, sem var stærsta brúin það sumar
(18 m). Ég fór í brúargerðina í gulri drossíu
með bekkjarbræðrum um Vestur- og Norður-
land og austur á Hérað. Þeir voru Pétur Stef-
ánsson frá Bót í Hróarstungu, sem lagði til
gula bílinn,Andri ísaksson, bróðir minn (varð
eftir á Akureyri), Ragnar Stefánsson og (Þór-
ólfur) Sverrir Sigurðsson.8 Undir skeyti, sem
við sendum samstúdentum okkar frá Húnaveri
á skemmtun í höfuðstaðnum laugardaginn 21.
júní, stóð: „Fimm í gulu ferlíki.“
Ragnar síðar jarðskjálftafræðingur og Sverrir síðar arkitekt.
Við fórum á milli góðbúanna og á meðal
þeirra vom Ingveldarstaðir í Hjaltadal hjá for-
eldrurn mínum, Vellir í Svarfaðardal, hjá sr.
Stefáni Snævarr, móðurbróður Péturs, en þar
hittum við að máli Valdemar Snævarr móður-
afa Péturs sem sagði okkur gamansögur og
fór með ferskeytlur. Ferðin endaði í Birkihlíð
á Egilsstöðum hjá foreldrum Péturs, Stefáni
Péturssyni og Laufeyju Valdemarsdóttur
Snævaix Að lokinni stúdentsferðinni mætti
ég til Sigurðar í brúargerðina við Stuðlaá,
sem var þá nýbyrjuð. Frá Stuðlaá var flutt
út að Berunesá í Reyðarfirði og gerð brú þar
og á Landamótsá og enn fremur renna uppi á
Götuhjalla í Reyðarfirði. Þaðan var farið að
Gilsá í Fljótsdal (17 m).
Hér virðist vera vinnustopp, kannski er hrœrivélin biluð. Þetta sumar (1958) kviknaði í sementsstafla. Þá var ort:
Lánlitlir við erum enn,
ýmsu má wn kenna,
sementsstaflann sáu menn,
svo til allan brenna.
Bjarni Sigbjörnsson
22