Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 32
Múlaþing var þá látinn, en ætla má að Jón hafi samt komið við á Hólum og átt þar hauka í homi. A þessum árum var Magnús Olafsson í Laufási í bréfaskiptum við Ole Wonn prófessor í Kaup- mannahöfn, vegna rannsókna hans á rúnaletri, og bendir m.a. á Jón sem þann færasta í þeirri grein. Bréfin sýna þó að Jón hefur ekki komið við í Laufási, eins og ýmsir héldu. I næstu vísu eftir eyðuna er hann kominn á Tjömes og verður enn fýrir galdraskeytum sem m.a. drepa hest hans. „Komst á Langanes / að liðnum jólum, / þaðan í Hérað hoppa náði.“ A Austurlandi er líkt og hann eigi vinum að mæta: „Hitti þar mæta menn / og milda fyrir, / Bjama sýslumann / og blíðan prófast, / síra Olaf vorn, / sælan með guði,“ segir Jón í ævikvæðinu. Hér er átt við þá Bjarna sýslumann Oddsson á Burstarfelli í Vopna- firði, og Ólaf prest, Einarsson, á Kirkjubæ í Hróarstungu. Hafa þeir tekið Jóni vel og hjálpað honum á ýmsan hátt, þó ekki væri það heimilt samkvæmt dómi Ólafs fógeta. Bjami sýslumaður var þekktur að því að skjóta skjólshúsi yfir sakamenn, enda jafnvel talinn göldróttur sjálfúr. (Austurland V, 196-199). Séra Ólafur var víðsýnn maður og vel þekkt sálmaskáld, jafnaldri Jóns lærða, sonur Einars Sigurðssonar skálds í Eydölum, bróðir Odds Skálholtsbiskups, föður Gísla biskups og Ama lögmanns. Sonur Ólafs var Stefán, f. um 1619, því í föðurgarði á þessum tíma, en síðar prestur í Vallanesi (1648-1688) og höfuðskáld 17. aldar. Hér var Jóni ekki í kot vísað. Varð niðurstaðan sú að Jón staðfestist á Austurlandi, og flutti Sigríður kona hans þangað til hans. Þá hafa börn þeirra, önnur en Guðmundur, verið látin. I bréfaskiptum Ólafs og Gísla biskups er Jón lærði nokkuð til umræðu, og kemur þar fram að Jón hafi samið vamarbréf, líklega með hjálp Bjarna sýslumanns, eins konar ákæraskjal í 8 liðum fyrir meðferð þá er hann hlaut á Bessastöðum. í fyrstu amast Gísli ekki við dvöl Jóns á Héraði, en síðar segist hann ekki líða hann vel í sínu ,stigti‘. Þann 1. júlí 1635 var útlegð Jóns lýst á Alþingi af Jens Söffrinssyni, eftirmanni Ólafs Péturs- sonar (Náttúlfs), sem þá var flúinn úr Danaríki vegna fjársvika. Þar með var boðið „að hann [Jón] skyldi fangast og flytjast sýslumanni, eður til Bessastaða, hvar helst sem hann kynni nást...“ „Varð þá í útsker / eitt að snauta“, segir í Fjölmóði. Það varð semsagt þrautaráð verndara Jóns, að koma honum út í Bjamarey, sem er lítil, klettótt eyja, en vel gróin, út af skaganum milli Vöpnafjarðar og Héraðs. Hún var eign Hofskirkju til 1913, er Fagradals- bóndi keypti hana. Þar var stundum föst búseta fyrr á öldum, og oftast útræði á vorin, en ekki er vitað hvort þar var búið um þetta leyti. Benedikt frá Hofteigi telur að Jón hafi komist í kynni við Hrafn (Rafn) Jónsson, lög- réttumann, á Ketilsstöðum í Hlíð, sem einn fárra Austfirðinga fékk á sig galdraorð og var stundum nefndur Galdra-Rafn, en hann varð nú nágranni Jóns. Líklega hafa þau hjónin sest að í Bjamarey sumarið 1635. Ýmsar heimildir greina að fangamark Jóns (J.G.) hafi verið meitlað í klöpp á Gullborg á eynni, ásamt tveimur ártölum: 1632 og 1635 og hafi þau markað dvalartíma Jóns í eynni, en klöppin var brotin í vegghleðslu árið 1884 (Halldór Stefánsson 1968). Jón orti gamansamt kvæði Um Gull-Bjarnarey, sem hann kallar, og ber þar mikið lof á gæði hennar. Var Jóni nú ekki sætt öllu lengur í landinu, jafnvel ekki í þessu útskeri. Sumarið 1636 komst hann með kaupskipi til Hafnar, til að freista þess að fá leiðrétting sinna mála, því hann taldi sig hafa verið dæmdan án saka. Þar var þá einnig Guðmundur sonur hans í sömu erindagerðum. Einar G. Pétursson telur víst að þá hafí Jón hitt Brynjólf Sveinsson, er þá var kennari og konrektor við Hróarskelduskóla, og afritað fyrir hann Uppsala-Eddu, eitt af handritum Snorra-Eddu, og þá hafi byrjað samvinna þeirra um fom fræði, er síðan átti 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.