Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 34
Múlaþing hafa dvalið á meðan hann var í burtu. Hún hafði fylgt Jóni gegnum alla hans hrakninga og verið honum stoð og stytta, enda fékk hún á sig galdraorð eins og hann. Má ætla að þau hafi verið í eynni til 1639, en það ár varð Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti, og beitti sér fyrir því að Bessastaðavaldið hætti að ofsækja Jón lærða, og fékk hann upp frá því að sitja í náðum á Austurlandi, þó útlegðardómnum væri ekki rift. Brynjólfur hvatti Jón til ritstarfa, og eru sum af ritum hans beinlínis samin að undirlagi biskups. Um hann segir Jón í Fjölmóði: „Aldrei hefur fundist / í öfundarflokki, / heldur hugsvalað oft / og hýrt með ölmusu / karl og kerlingu," og biður honum blessunar drottins. Þar með lauk píslargöngu þessa spekings, sem hófst á Vestijörðum 1615, og staðið hafði linnulaust í 17 ár, og Jón var nú orðinn 63 ára. Það gekk lítið betur fyrir Guðmundi Jóns- syni að fá uppreisn æru. Kóngsbréf um mál hans var gefið út í Khöfn sama dag og bréf föður hans, og tekið fyrir á Alþingi 1637; telur Einar Gunnar að þar hafi fyrra dómi ekki verið hrundið {Eddurit I, 93). Árið 1641 gerðist hann þó aðstoðarprestur á Hjaltastað og var þar til 1645, er hann fékk Beru IJörð, og 1654, fékk hann Hjaltastað og hélt til dauðadags 1683. Ekki er efamál að hann hefur verið Jóni stoð og stytta á þessum embættisárum, og líklega hefur Jón flutt í Hjaltastaðaþinghá árið 1641. Á þessum árum var Jón fenginn til að mála og skreyta Hjaltastaðakirkju. Allt fram um aldamót 1800 var þar sérkennileg útskorin altaristafla, með nafni hans og aldri og ártalinu 1643. Er henni lýst í Ferðabók Olaviusar {II, 232). Árið 1818 var þar enn prédikunarstóll með 11 köntum, og ,úthöggnum‘ myndum á hverjum kanti eða reit, sem var talið að Jón hefði skorið út og málað (sjá bls. 39). Nú er þetta allt horfið eða týnt. Ekki er heldur vitað að til séu nein önnur málverk eða munir, sem Jón hafi smíðað {Upplýsingarfrá Þjóðminja- safni). Ritið Samantektir itm skilning á Eddu er ársett 1641, án tilgreinds ritunarstaðar. Þann 8. maí 1644 dagsetur hann ritverk sitt Tíðfor- dríf „í Gagnstaðarhjáleigu á Utmannasveit í Fljótsdalshéraði,“ og árið 1647 þýðir hann Heimshistoríu Fabroníusar í Dalakoti í sömu sveit. Einar Gunnar telur líklegt að Jón hafí ritað Um lslands aðskiljanlegar náttúrur um sama leyti. Bæði þessi býli hafa verið hjá- leigukot, það fyrra á bænum Gagnstöð, austast á Austur-Eyjum, og hitt hjá bænum Dölum í miðsveitinni, skammt frá Hjaltastað, einnig kallað Dalasel og Dalahjáleiga. Líklegahefur aldrei verið föst búseta á þessum kotum nema skamman tíma í einu. Um hjáleiguna í Gagnstöð fínnast nú víst engar minjar; hún hefur líklega verið innan túns og verið endurbyggð í gripahús og síðan sléttuð. Um 2 km suður af Dalabænum má enn sjá hringlaga gerði í lyngmó, með dálítilli tóttaþyrpingu á miðju, sem kunnugir halda að séu minjar af Dalakoti. Þær eru nú þaktar lyngi og smákjarri, er sýnir að þar hefur ekki verið búið síðustu aldirnar. Ekki er ólíklegt að Jón og Sigríður hafi verið síðustu ábúendur og þama séu leifar af litla bænum þeirra. Síðustu æviárin Flest er óljóst um síðustu æviár Jóns lærða, þó til séu ýmsar sögusagnir af honum frá þeim tíma. Ævikvæðið Fjölmóður er hið síðasta sem nú er vitað til að Jón hafi ritað, en það er ort árið 1649, þegar Jón var 75 ára gamall. I kvæðinu segir lítið af ævi hans á Héraði, en í viðaukakvæði sem hann kallar Restans eða Rófan gerir hann upp líf sitt á skáldlegan hátt. Samkvæmt bréfi Brynjólfs biskups til Ole Worm, dags. 24. júlí 1649, er þá mjög farið að halla undan fæti fyrir honum. Þegar Guðmundur gerðist aftur prestur á Hjaltastað 1654 hafa þau hjónin eflaust fengið þar húsaskjól. Þá var Jón um áttrætt og farinn 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.