Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 36
Múlaþing Magnús Rafnsson, forstöðumaður Galdra- seturs á Hólmavík, hefur verið að kanna hlut Jóns í sambandi við hvalveiðar Baska og Spánverjavígin 1615. I júlímánuði 2006 var haldið í Dalbæ á Snæfjallaströnd, Norður ísaljarðarsýslu, málþing um Spánverjavígin á Vestfjörðum 1615. Tíu fræðimenn, innlendir og erlendir, fluttu erindi um þessa atburði og veltu þeim fyrir sér frá ýmsum hliðum. Þar kom ritgerð Jóns lærða frá 1616 að sjálf- sögðu mikið við sögu, og fjallaði Magnús Rafnsson sérstaklega um hana og minjar um hvalbræðslu Baska við Steingrímsfjörð. Snjá- Jjallasetur Ólafs J. Engilbertssonar stóð fyrir málþinginu. Erindin birtust í Arsriti Sögu- félags ísfirðinga 46. árg., 2006. Um jólin 2008 kom út skáldsagan Rökkur- býsnir eftir Sjón, sem byggist að verulegu leyti á ævisögu Jóns lærða. Einnig má geta um útvarpsþátt Berglindar Hasler um Jón lærða, sem fluttur var um áramótin 2008-09. Loks er þess að geta að umgetinn Leonid hefur ritað ævisögu Jóns lærða á rússnesku, sem út kom árið 2009 í Moskvu. Hann hefur samið og gefíð út nokkur smárit um íslenska þjóðtrú, þar sem ritverk Jóns koma við sögu. Höfundur þessa pistils fór að kynna sér ritverk Jóns lærða 1985, í sambandi við þjóð- tríiargrúsk, og 1996 ritaði hann æviágrip Jóns og grein um Álfarit hans með frumtexta þess, sem ætlunin var að birta, en það fórst fyrir. Síðan hafa þessar ritsmíðar, legið í láginni þar til nú. Ummæli fræðimanna Fróðlegt er að bera saman ummæli nokkurra fræðimanna frá mismunandi tímum um Jón lærða. I Ferðabók Eggerts Ólafssonar (1772) fær Jón þessa umsögn í lok kafla um „nátt- úmsteina“ vestan lands: Bóndi einn sérvitur, Jón Guðmundsson, hefir átt drjúgan þátt íþví að efla hjátrú þessa [þ.e. steinatrúnaj og hindurvitni hjáfáfróðum almúganum, með því að skrifa um þessi efni, og hrósa bceði þeim og öðrum hlutum, sem mátti eiga að hafa til aUs konar undraverka. Hann hefir, án þess að eiga það skilið, verið sœmdur þeim heiðri, að nokkrir ágætir, lærðir menn hafa kallað hann Plinus Isiandicus. Hann var uppi um miðja síðastliðna öid, og var sjálfur mjög hjátrúarfullur. Hann var dæmdur úr landi, en fór þó aldrei utan, því að enginn skipstjóriþorði að flytja hann brott. Auk þess héldu sumir tignir menn í landinu hlífiskyldi yfir honum, af því að þeir höfðu gaman af homtm, og hann gat frœtt þá um íslenska fugla, fiska og plöntur. (Ferðabók E. Ól., 1974,1, 236). Jón Espólin ritar meðal annars þetta um Jón lærða 1827: Getið er og þess, að þá haji Jón kerði, er um þessar stundir var að Dalakoti í Útmannasveit, ritað eða útlagt heims sögu ágrip nokkuð; áður hafði hann samið kvœði um ýmsan hégóma, og œvi-drápu sína engu betri, og um álfa; því nœst um steinakraft bók þá er hann var sektaður fyrir. Svo hejir og sagt Björn að Skarðsá, að hann hafi ritað nokkuð móti lœrdómi Lúthers; var hann nú þremur vetrum betur en sjötugur, er hér var komið, og er nú lokið hans iðnum. (Arbækur Espólíns, 6. deild, bls. 122). Páll Eggert Ólason ritar í lok æviþáttar síns af Jóni lærða 1916: ÆviferiII Jóns lœrða er raunasaga manns, sem í upphafi hefir verið prýðilega velgefinn, en ill öld hefir spillt. Ókostir hans eru ókostir aldarinnat: Afskapleg hjátrú, dæmafá trúgirni og dómgreindarlítil meðferð efnis einkennir rit hans og samtímismanna hans allflestra. En samt hefir Jón haft ýmsa hæfileika, sem oftast einkenna visindamenn, einkum nátt- úrufrœðinga; athyglisgáfu hefir hann haft mikla. Minnið hefir verið ágætt og fróð- leikslöngunin mjög rík, enda varð hann og maður jjölfróður, en hjátrú og hindurvitni, sem jýlgdu aldarfarinu og hann saug í sig, hafa í honum magnast enn framar við and- 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.