Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 43
Plíníus íslands
Nokkur sýnishom úr ritum Jóns lærða
Úr ritinu „Ein stutt undirrétting um íslands aðskiljanlegar náttúrur“
Miðað er við texta í riti Halldórs Hermannssonar: Jón Guðmundsson and his Natural
History oflceland. Islandica XV. Cornell Univ. Libr. 1924. Ritháttur er að mestu færður
til nútímavenju, en orðmyndum haldið.
Um músarindil og sendling
Fuglakóngur, músarbróðir og rindill. Hann hefur þá fordild yfír aðra fugla, að hann verður
ekki á jörðu drepinn, og skreppur eða hverfur strax undan höggi í jörð niður, utan á meðan
hann er í loptinu á hann komi. Hann forðast krosstré í glugga, lifir í holum sem mýs.
Fjölmóðurinn eður selningurinn. Sumir halda sitt hvöm, en eins stærð, lit og eðli hafa
þeir; halda sig við ystu fjörur á vetur, en verpur við fremstu fjallajökla á sumarið. Hann
er fugla meinlausastur, en óttast þó margt. Einnin það þegar ijörur eru, að sjórinn muni
meiga so um síðir allur upp þorna, fyrir það lítið, sem hann hefur í soddan efasemi upp-
vílað með nefkorni sínu. Kallast því ijölmóðarvíl það sem lítið er eður ekki uggandi. Eru
því fullir og kátir um flæðamar. Þeir hafa góðan dún og lystugt kjöt flæðarveiddir... [Jón
líkir sjálfum sér við sendling í ævikvæði sínu Fjölmóði.]
Um bjartáíinn
Hann er oss alkunnugur, en sá sem í vatni er eður lækjum, hann er miklu betri til lækninga
en sá sem úr sjónum fæst. Hans roð með þeirri feiti, sem því fylgir, hafí bakverksmaður
yfír um sig og sofí með því í eina 9 eður 11 daga. Probatum est. Feiti hans eður smolt heil-
græddi konu fætur af fransóss sárum, er áður hafði óforgrædd verið, og allir vom spilltir
undir hné upp. Það reynda eg einn tíma. Hann drukknar opt af nýju regnvatni, og lætur
sig upp flæða úr lækjum eður tjörnum. Af honum má og svartan forgiftarorm gjöra. Við
ölfýstum: Lát 5 álaböm drukkna í þess slags öli eður víni, sem þú vilt forða manni; tak þá
úr, og gef honum það öl so hann viti ekki. Það er og nóglega reynt.
Um vogmerina
Vogmerin. Hún hefur forfagran lit, en fuglar, hundar eður dýr falla aldri á. Þar af er það
máltæki til dæmis dreigið, að þeim eður þeim sé lánaður liturinn, en ekki annað, líka
sem vogmerinni. Hún er þunn og flatvaxin so sem fjöl. Ein saga gömul hefur hér í landi
til gamans, samt öðrum, sögð og lesin verið, af þeirri vænu Völu drotningu og Viðfínnu
Völufegri, hvar af drotning fylltist öfundar og kom Viðfínnu í ósköp, stórar þrautir og
lífsfár. Hún skyldi hafa átt eitt gullker með sannsagnar öndum þar inni, sem henni sögðu
nær hún spurði. So stendur í sögunni: Sem hún gekk til kersins sagði hún: „Seig þú mér
það kerið góða gulli bundið: Hvort er Viðfínna Völufegri lífs eður dauð?“ Kerið svaraði:
„Lifír hún“. En þegar allar þrautir vom afstaðnar varð sú vonda Vala drotning fyrir maklegri
hefnd, og þeim álögum, að hún stefndist norður í hinn djúpa sjó, og skyldi þar verða að
soddan físki, en ker hennar að ígulkeri.
41