Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 49
Plíníus íslands
Ryturinn hleðst á bæði börð,
blóminn grasanna prýðir jörð,
stapanna fugla hljóð eru hörð
þá hægur er norðan andi.
Lystugt er í landi.
Borgimar með skjól og skörð,
skerin í kring til gagns era gjörð,
menn ef túni veita vörð
vex þar besta hey,
í Gullbjarnarey.
Vítt þar frá í Vopnafjörð
vasa hvalir og úa.
Vænt er útí Bjarnarey að búa.
Síld og fiskurinn fyllir sund,
þar fuglinn kvakar á marga lund.
Skemmtun þykir að ganga um grand
þá grasið er ófölnandi.
Lystugt er í landi.
Með unga skoðan og eggja fund,
allt má þetta stytta stund,
ekki er að fælast hjört né hund,
hvolp eða sela grey,
í Gullbjarnarey.
Ber þar að margan bauga þund,
þá bátsmenn kast lúa.
Vænt er útí Bjarnarey að búa.
Frægast kallað útver eitt,
þar einatt verður um fískinn greitt,
margir menn þar vel fá veitt,
þó vindur af hafínu standi.
Lystugt er í landi.
Fugli oft eru skerin skreytt,
skaðar þá ekki angrið neitt,
víst er þeim undir vængjum heitt,
vasa þar framhjá fley.
í Gullbjarnarey.
A sumrum er næsta tleskið feitt
þar fíður og dirðill dúa.
Vænt er útí Bjamarey að búa.
Gamansamt er þá glatt skín sól
á Gullborgina og Stekkjarhól,
er þar mikið öldu kjól
og einginn stærri vandi.
Lystugt er í landi.
Nefnast má þar náðar ból,
ef nákvæm eingin spilla fól,
hverki um dag né dökkva njól
dýra heyrist gól né gey
í Gullbjarnarey.
Stöðvast bragur en stuðla hjól
strengi sundur snúa.
Gott er útí Bjamarey að búa.
Þetta er eitt afþeim 27 kvæðnm sem Sig-
mundur Long skráði í Winnipeg 1894 og
nú eru varðveitt í handritadeild Þjóðar-
bókhlöðu i Reykjavík (Lbs. 2131, 4to), og
raunar það síðasta í bálkinum Kveðlinga
flokkur, sjá bls. 71. Það er eina k\’œði bálks-
ins sem birst hefur áður á prenti, það var
í tímaritinu Mími, apríl 1963, bls. 6-11;
Svavar Sigmundsson bjó til prentunar og
ritaði skýringar. Hér er þessari prentuðu
gerð fylgt í meginatriðum.
H.Hg.
47