Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 51
Sigurður brúarsmiður
Sigurður ogNanna með elstu börnin, þau sem fæddust á Seljamýri. Myndin er tekin árið 1937. Eigandi myndar:
Þórunn Sigurðardóttir á Skipalœk.
komungan, til kennslu. Kenndi hann allan veturinn börnum og unglingum á tveim bæjum,
Bárðarstöðum og Seljamýri, hálfan mánuð til þrjá vikur í senn á hvomm bæ. Þar með lauk
hinni opinberu skólagöngu Sigurðar Jónssonar, en við tók nám í öðmm skóla, skóla sem er
öllum skólum æðri og betri þegar vel tekst til - skóla lífsins.
Næstu ár var Sigurður í foreldrahúsum en vorið 1919 hleypti hann heimdraganum og fór
til Siglufjarðar ásamt mági sínum, Magnúsi Stefánssyni ffá Eiðum. Magnús varð síðar hús-
vörður í Stjórnarráði íslands. Á Siglufirði fengu þeir atvinnu við bryggjusmíði, að reka niður
staura og setja dekkið á. Þar öðlaðist Sigurður reynslu, sem hann naut síðar, er hann tók að
fást við brúargerð. Að bryggjusmíð lokinni unnu þeir félagar við húsbyggingar, og vora þama
í þrjá mánuði. Þar var meistari Sveinbjörn Jónsson, síðar eigandi Ofnasmiðjunnar. Sveinbjöm
var vandlátur um vinnubrögð og taldi Sigurður sig hafa margt af honum lært. Að vinnunni
á Siglufirði lokinni fór Sigurður heim í Seljamýri, en nú var hann reynslunni ríkari. Honum
var orðið ljóst að hvað sem framtíðin bæri í skauti sínu hlyti lífsstarf hans að verða bundið
smíðum að meira eða minna leyti og hann ákvað að reyna fyrir sér á þessu sviði upp á eigin
spýtur. Hann pantaði sér efni í skíði, hikkorý, og smíðaði þennan vetur 40 pör af skíðum.
Þetta efni er harðviði og erfitt að vinna það en skíðin að sama skapi endingargóð og sterk.
Ekki gat Sigurður hampað gildum sjóði við upphaf verksins og varð að taka víxil til að kaupa
efnið til smíðanna, en allt fór þetta vel, skíðin seldust og víxillinn féll ekki á ábyrgðarmennina.
Það var Eyjólfúr Jónsson bankastjóri íslandsbanka á Seyðisfirði, sem hljóp hér undir bagga.
Árið 1920, réðist Sigurður til Eskiijarðar, til Friðbjarnar Hólm, sem þá var að setja þar
upp vélsmíðaverkstæði og er það enn við lýði. Þar vann hann hátt í fjögur ár utan hvað hann
49