Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 52
Múlaþing
Klyppstaðarkirkja. Vinstra megin við hana eru husarústir bœjarins. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson
skrapp heim á sumrin í heyskapinn, misjafnlega langan tíma hverju sinni. Ekki átti hann
þess kost að ganga þar í iðnskóla, en þarna voru góðar vélar og nýjar og þótti Sigurði vinnan
skemmtileg. Aðallega var þama unnið að viðgerðum á bátavélum en verkefni auk þess marg-
vísleg. Frá Eskifirði fór hann 1923 og vann um 6 vikna tíma á Seyðisfirði og þaðan lá leiðin
heim á æskustöðvamar í Loðmundarfírði.
Hann réðist þá þegar í að byggja timburhús í hvammi við svonefnda Litlu Hrauná í
Seljamýrarlandi. Þetta var timburhús á tveim hæðum, verkstæði á neðri hæð, íbúð á þeirri
efri. Húsinu var valinn þarna staður til að nýta vatnsaflið. Reisir þarna rafstöð 1924 (ca 4-5
kw.) og nægði afl hennar til að knýja vélar, þar svo og til heimilisnota.
Árið 1926 flyst Jón bróðir Sigurðar að heiman, í Selstaði í Seyðisfirði þar sem hann bjó
lengi síðan og komu því bústörfm á herðar Sigurðar, en jafnframt þeim vann hann að margs-
konar málmsmíði, setti upp miðstöðvarkyndingar í húsum og sinnti viðgerðum af mörgu tagi.
Hér kímir Sigurður við þegar við spjölluðum saman og getur þess, að viðgerðir séu ekki
góður atvinnuvegur fyrir þá menn, sem ekki séu duglegir að ganga eftir verklaunum sínum.
En Sigurði Jónssyni var aldrei lagið að alheimta daglaun að kvöldi og fer svo löngum þeim,
sem vinna verkið verksins vegna og leggja við það meiri alúð en aðrir menn.
Á þessum árum 1927 byggði Sigurður steinhús á Seljamýri en vegna búsanna og annarra
starfa fékk hann mann til að sjá um það verk. Þessi bygging misheppnaðist og var það ekki
sök smiðsins. Jökulleir var í steypuefninu. Á þeim árum vissu menn minna um steypu heldur
en nú, ending hennar var meira undir heppni komin en þekkingu. Þá var engin rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins til, enginn vissi að líparítblandin möl er óhæft steypuefni, og
orðið alkalískemmdir var ekki fundið upp fyrr en mörgum áratugum síðar, hvað þá að menn
hefðu hugmynd um af hverju slíkir gallar stöfúðu.
Árið 1928 staðfesti Sigurður Jónsson ráð sitt og kvæntist Nönnu Þorsteinsdóttur frá
Úlfsstöðum, mikilhæfri atorku- og dugnaðarkonu og bjuggu þau á Seljamýri til 1937.
50