Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 57
Sigurður brúarsmiður
mjólkurtrogum, smíðaði aska, nál-
arhús, snældur o.fl. allt með hinu
fegursta handbragði eins og hans
var von og vísa. Þessir munir urðu
eftirspurðir, þótt hann auglýsti þá
aldrei, og prýða híbýli þölda fólks.
Þannig liðu árin. Sigurður fann sér
einatt eitthvað til að starfa, enda
einhver ólíklegasti maður, sem ég
hef haft af nokkur kynni, til að sitja
auðum höndum. Milli annarra verka
hnýtti hann mikið af spyrðuböndum
fyrir fiskverkendur á Austfjörðum.
Um áttrætt veiktist Sigurður
og varð að fara utan til lækninga,
gekkst undir erfiða skurðaðgerð,
náði heilsu og tók á ný til við vinnu
Sigurður Jónsson brúarsmiður skríðandi á plönkum út á stálbitana
til að festa íþá taug í stað þeirrar sem slitnaði. Myndin er tekin árið
1972 þegar brúin yfir Gilsá var byggð. Nýja brúin er 29 metra yfir
þeirri gömlu. Ljósmyndari: Okunnur.
sína þar sem frá var horfið, þótt hægara yrði hann að fara en áður. En eigi má sköpum renna.
Elli kerling sótti að og henni verður aldrei vopna vant, hversu hetjulega sem menn verjast,
og verki sleppti ekki Sigurður Jónsson íýrr en í síðustu lög.
Seinast ræddi ég við Sigurð, er hann var nýkominn á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Þetta
var 5. júlí 1989, en hann andaðist 20. næsta mánaðar. Þá barst talið að félagsmálastörfum
hans. í heimabyggðum sínum gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum. Hann var kjörinn í
sveitarstjóm í Loðmundarfírði árið 1927 og átti í henni sæti uns hann fluttist til Borgarfjarðar,
oddviti frá 1931. Auk þess sat hann þar í stjóm Lestrarfélags, Framfarafélags og Búnaðar-
félags. Á Borgarfirði var hann kjörinn í stjóm Búnaðarfélagsins nær strax og hann fluttist í
byggðarlagið og sat í henni um aldaríjórðungs skeið, þar af formaður eitt kjörtímabil. Hann
var kjörinn í Byggingarnefnd árið 1950 og átti þar sæti æ síðan meðan sú skipan hélst, seinasti
byggingarfulltrúi fram til 1980 er Byggingarþjónusta Héraðs og Borgarfjarðar tók til starfa
samkvæmt nýjum reglum. í sveitarstjórn Borgarijarðar var hann tvö kjörtímabil 1962-1970.
Það er alkunna, að þeir menn, sem fólk kýs sér til forystu í margvíslegum málum, lenda
oft í átökum, þegar skoðanir skiptast. Auðvitað komst Sigurður Jónsson ekki hjá því, enda
maðurinn sjálfstæður í hugsun og einarður talsmaður skoðanna sinna.
Gamalt máltæki segir: .S’iy; ergist hver sem eldist. Ugglaust má þetta oft til sanns vegar
færa. Ekki sannaðist þessi málsháttur á Sigurði Jónssyni. I þessu síðasta spjalli okkar vakti
það sérstaka athygli mína hversu hlutlaust hann greindi frá málum er höfðu orðið deiluefni
á sínum tíma. Tal hans þar um minnti meira á orð óvilhalls fræðimanns en málsaðila. Öllum
samstarfsmönnum sínum bar hann vel sögu, ól ekki með sér kala til þeirra, er ekki höfðu
einatt verið honum sammála. I þessum lokaorðum hans við mig fannst mér ég heyra bergmál
þessara ljóðlína Stefáns skálds frá Hvítadal:
Ég á öllum gott að gjalda
gleði mín er djúp og rík.
55