Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 65
Ólafur Grímur Björnsson
Útlagi borgaralegs þjóðfélags
Hallgrímur Hallgrímsson fæddist 10.
nóvember 1910 á Sléttu í Mjóafirði
í Suður-Múlasýslu, sonur hjónanna
Sigríðar Bjömsdóttur og Kristjáns Hallgríms
Jónssonar. Sigríður og Kristján Hallgrímur
voru þingeysk að ætt, en höfðu flutzt úr Þing-
eyjarsýslu til Mjóaíjarðar árið 1907 vegna
fátæktar. Þau fóm í vinnumennsku í Holt í
Mjóafirði. Kristján Hallgrímur
stundaði þar sjóróðra og fékkst
eitthvað við kennslu; hann var
Möðruvallastúdent. En þann
6. júní 1910 fórst bátur hans
í illviðri með allri áhöfn. Stóð
Sigríður þá uppi ekkja með 3
böm, þau höfðu misst ársgamla
dóttur, Veru, þá um vorið, og
Sigríður gekk með Hallgrím,
sem fæddist 5 mánuðum eftir
lát föður síns. Sigríði tókst að
forða heimilinu frá því að vera
leyst upp og að bömin yrðu sett
niður hjá vandalausum, yrðu
niðursetningar. Hún bjó áfram á grasbýlinu
Sléttu, en þangað voru þau Kristján Hall-
grímur nýflutt, þegar hann fórst. Síðar bjó
hún á Mýri í Mjóafirði. Sigríður varð þó að
láta elztu dóttur sína, Bjömeyju, fara frá sér,
en Bjömey fór til ömmu sinnar í Svartárkoti
í Bárðardal. Árið 1916 fluttist Sigríður úr
Mjóafirði til ættingja í Kelduhverfi. Þar missti
hún dóttur sína, Mjöll, á 11. ári. Eftir það
var Sigríður lengst af búsett á Húsavík og
þar í grennd ásamt tveimur sonum sínum,
Þórarni og Hallgrími. Árið 1924 fékk Þórar-
inn lömunarveiki og lézt 22ja ára að aldri á
Siglufirði. Sigríður og Hall-
grírnur settust að á Akureyri
1927. Þar lauk Hallgrímur
gagnfræðaprófí árið 1930 með
mjög góðum vitnisburði. Leið
þeirra mæðgina lá nú suður.
Kreppan var skollin á og mikið
atvinnuleysi. Hallgrímur var
orðinn róttækur verkalýðssinni
og kommúnisti, og 1931-1932
dvaldist hann í Moskvu við
nám í skólum Alþjóðasam-
bands kommúnista, Vestur-
skólanum og Lenínskólanum.
Heimkominn tók við harðvítug
verkalýðsbrátta. Hallgrímur var atkvæða-
mikill í Félagi ungra kommúnista, en vinna
til að framfleyta sér var stopul. Hann vann á
Eyrinni í Reykjavík, þegar þar var handtak
að fá. Um tíma var Hallgrímur í Vestmanna-
Hallgrímur Hallgrímsson.
63