Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 66

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 66
Múlaþing eyjum, hann reif togaraflak við Þorlákshöfn sumarið 1936 ásamt flokki manna og fékk törn í atvinnubótavinnu (Síberíuvinnunni) í Flóa í árslok það ár. Undir forystu Agnars Kofoed- Hansen var Hallgrímur einn af stofnendum Svifflugfélags íslands árið 1936, þótt þar væm samankomnir menn með mjög ólíkar stjómmálaskoðanir; Hallgrímur var stalín- isti. Hallgrímur var ritstjóri Rauða fánans, blaðs Sambands ungra kommúnista og einn þriggja Islendinga, sem fóru á vegum Komm- únistaflokks íslands og börðust í spænska borg- arastríðinu; hann var á Spáni 1937-1938. Svo tók verkalýðsbaráttan við á ný. Árið 1941 tók hann á sig sök í Dreifi- bréfsmálinu. Brezkir hermenn vom hvattir til að neita að ganga í verk Dagsbrúnarverkamanna, Eggert Þorbjamarson. sem voru í verkfalli. Fyrir að hvetja til slíks var Hallgrímur ásamt fleimm ákærður fyrir landráð. Hann og Eggert Þorbjamarson hlutu 15 mánaða fangelsisdóm. Þeir sátu inni í tæpa 11 mánuði. Eftir fangelsisdvöl og sjúkrahús- vist gerðist hann erindreki Sósíalistaflokksins og ferðaðist um landið. Einnig varð hann ritstjóri Landnemans, blaðs Æskulýðsfylk- ingarinnar. Hallgrímur var prýðilega ritfær. Eftir hann liggja á annað hundrað greina í blöðum og tímaritum auk bókarinnar Undir fána lýðveldisins, en bókin lýsir þátttöku hans í borgarastyrjöldinni á Spáni. I greininni, sem hér birtist, segir frá ferð Hallgríms um Aust- firði haustið 1942, ferð, sem jafnframt varð hans síðasta og er hulin óvissu. Hallgrímur tekur Austurland Stefán O. Magnússon var einn af erindrekum Sósíalistaflokksins, sameiningarflokks alþýðu. Stefán var á ferð fyrir norðan haustið 1942. Á Húsavík var hringt í hann úr Reykjavík og honum sagt, að hann þyrfti ekki að taka Austur- land. Hallgrímur Hall- grímsson væri lagður af stað og færi austur með landinu. Líklegast hefur það verið Eggert Þor- bjarnarson, sem hringdi. Þarna var Stefáni snúið við, en meiningin hafði verið, að hann færi allan hringinn. Nú fór Stefán til Akureyrar aftur og þaðan með bíl suður, en hann hafði komið norður með strandferðaskipi. Oft velti Stefán því fyrir sér seinna, hvað hefði orðið, ef hann hefði siglt meðfram austurströndinni þetta haust. Hallgrímur hefði sloppið og hann sjálfsagt líka? Stefán var formaður Æsku- lýðsfylkingar Reykjavíkur og ábyrgðarmaður Landnemans, en Hallgrímur ritstýrði blaðinu. Þá umgengust þeir stundum hvor annan dag- lega. „Við vorum ágætis kunningjar, hann var Stefán O. Magnússon. 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.