Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 74
Múlaþing
hljóta að hafa gætt að því, að stöðugleikinn
raskaðist ekki við breytinguna með því að
auka ballestina, Guðmundur Jörundsson var
passasamur með allt svona lagað, sagði Þórður
Björgúlfsson. Sæborg var grænmáluð með
hvítu stýrishúsi. Mikið
var að gera í vélsmiðj-
unni á stríðsárunum,
bæði fyrir herinn og
fiskveiðibátaflotann og
verksmiðjur SIS á Akur-
eyri.12
Áður hafði þessi
bátur verið gerður út frá
Vestmannaeyjum og þá
í eigu Helga Benedikts-
sonar, útgerðarmanns þar. Hét hann þá Gunnar
Jónsson VE 284; síðar eignuðust menn í
Reykjavík bátinn og menn á Akranesi, og
var hann þá nefndur Sæborg MB 4.9
Báturinn hvarf
Frá því að báturinn fór frá Seyðisfirði, laugar-
dagsmorguninn 14. nóvember 1942, erekkert
vitað um ferðir hans. Sýslumaður á Seyðisfírði
var þá Hjálmar Vilhjálmsson. Hann hefur
ekki minnzt á bátshvarfið í riti sínu um her-
námsárin á Seyðisfírði. Þó getur hann þar
skipstapa úti fýrir Austljörðum á stríðsárunum
og segir frá leit að skipum, sem týndust.13
Lúðvík Ingvarsson var sýslumaður Suður-
Múlasýslu og sat á Eskifirði. Hann spurðist
fyrir um bátinn hjá þeim, sem reru þennan
dag, en án árangurs.14 Ekki er vitað, hvort
tjörur voru gengnar eða hversu fljótt leit var
hafin að bátnum.
Morguninn 14. nóv. 1942 var skv. veður-
athugunum á Dalatanga 5,3 °C hiti, skýjað
og logn. Á hádegi var hitinn orðinn 8,7 °C og
kominn 6 vindstiga strekkingur að suðvestan.
Hiti jókst enn, þegar leið á daginn, mældist
10,5 °C á Dalatanga kl. 17, og þá var komin
vestanátt þar og 8 vindstiga hvassviðri. Á
miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 15. nóv.
var lofthitinn 11 °C og vindátt vestlæg og 9
vindstig eða stonnur. Um nóttina féll hiti niður
undir frostmark, og kl. 6-8 um morguninn var
kornin norðvestan átt. Á Dalatanga mældust
þá 11 vindstig (ofsaveður) með skúrum. Eftir
það lægði, er leið á daginn. Á sunnudags-
kvöldið var hiti 2 °C og norðvestan 3 vind-
stiga gola. Á Skálum á Langanesi voru veður-
athuganir einungis gerðar á daginn. Síðdegis
þann 14. nóv. (kl. 17) var 6 °C hiti á Skálum
72