Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 87
Hjörleifur Guttormsson Seley við Reyðarfjörð Náttúrufar, nytjar og fomleifar Seley úti íyrir mynni Reyðarfjarðar er þekkt verstöð frá fyrri tíð og heyrist daglega nefnd í veðurlýsingum þar eð sjálfvirk veðurathugunarstöð er í eynni. Seley telst vera kirkjueign og heyrði lengst af undir Hóima í Reyðarfírði en nú Eski- Ijaróarprestakall. Nýtir sóknarpresturinn þar æðarvarp en um aðrar nytjar er vart að ræða eins og nú háttar til. Lítið mun vera um ferðir þangað þar eð engin örugg viðlega er við eyna fyrir báta og verður helst að draga þá á land ef staldrað er við líkt og gert var með árabáta fyrrum. Mikil og árviss útgerð var í Seley fram á öndverða 20. öld frá flestum jörðum við Reyðarijörð, síðast róið þaðan árið 1936 að talið er. Mest var sótt þaðan í hákarl, skötu og lúðu og þorskur veiddur í viðlögum. Ovenju góðar upplýsingar eru til um útgerðarhætti í Seley á síðasta skeiði úthalds þaðan og eigum við öðrum fremur að þakka það Ásmundi Helgasyni frá Bjargi (1872-1948) en mikið er stuðst við frásagnir hans í þessari ritgerð.1 Enn er að finna allmargt minja um mannvist í eynni, fyrst og fremst 1 Ásmundur Helgason frá Bjargi. A sjó og landi. Endurminningar. Reykjavík 1949. rústir verskála sem sjómenn notuðu til íveru á meðan þeir dvöldu þar. Eitt helsta markmið með rannsóknarferð sem ég stóð fyrir í eyna 26. júlí 2011 var að gera þar fomleifaúttekt og önnuðust hana sér- ffæðingar á vegum Byggðasafns Skagfirðinga, systumar Guðný Zoéga fomleifafræðingur og Bryndís Zoéga landfræðingur.2 Við nutum leiðsagnar Geirs Hólm (f. 1933) fyrrverandi safnvarðar við Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði sem var hvatamaður þess að ráðist var í þessa úttekt. Á árunum 1973-1989 A leið til Seleyjar: Geir Hólm og Bjarni Freyr Guð- mundsson. Ljósm. HG. 2 Guöný Zoéga. Seley við Reyóarjjörð. Fornleifaskráning. Byggða- safn Skagfirðinga. Rannsóknaskýrslur 2011/120. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.