Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 90
Múlaþing
Stuðlabergshamrar í Stilli, suðaustast á Seley. Ljósm. HG.
hafi komist í Seley og Skrúð á árinu 1958 eða
1959. Á uppdrætti merkir Walker við Seley
sem basískt, aðallega lárétt innskotslag en við
Skrúð sem súrt innskot.6 Sama kemur fram
að því er Seley varðar í ritgerð eftir Einar
Þórarinsson jarðfræðing 1984, en hann mun
árið áður hafa fengið bergsýnishorn úr eynni
til greiningar og séð að um díabas væri að
ræða.7 Líklega er um að ræða eitt stórstuðlað
lag um 20 m á þykkt eða meira. Lega þess
í staflanum gæti verið á sömu slóðum og
jarðlög sem er að finna neðan til í Gerpi.
Meðal annars má ráða það af því að efst í
Stuðlar austan á Seley. Ljósm. Geir Hólm.
Gerpisijallgarði eru samskonar hraunlög og
í Vattamestanga allmiklu vestar.8 Ber þetta
vott um jarðlagahallann á þessum slóðum
til VSV. Næsta megineldstöð við Seley er
kennd við Barðsnes en afurðir hennar em að
miklu leyti eyddar eða neðansjávar og koma
þó fram neðarlega í Gerpi. Ekki er ólíklegt
að súr innskot í Skrúð séu orðin til á slóðum
Barðsneseldstöðvar. Nokkrar sprungur með
berggöngum ganga skáhallt SSV um eyna, þar
á meðal í framhaldi af Ræningjagjá sem er
opin og sjófyllt að hluta. Einnig virðist suð-
austurhom eyjarinnar með Stilli vera afskorið
af berggangi.
Lífríki Seleyjar
Spendýr
I ferð okkar í Seley sáum við aðeins bregða
fyrir örfáum selum við eyna, en engum sem
lægju þar uppi. Um selagengd við Seley segir
Geir Hólm í minnisblaði:9
Nafnið Seley bendir glögglega til þess að
þar hafi selir haldið sig meira en annars-
staðar hér á svæðinu við Reyðarfjörð.
6 Leó Kristjánsson, tölvuskeyti til HG 4. janúar 2012.
7 Einar Þórarinsson. Jarðfræði. I: ReyðarQörður. Náttúrufar og
minjar. Janúar 1984, s. 30.
8 Walker, G. R L. Geology of the Reydarfjordur area, Eastern
Iceland. Quart. J. Geol. Soc. London 114, 1959, s. 367-393.
9 Geir Hólm. Minnisblað til HG 3. okt. 2011.