Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 91
Seley við Reyðarfjörð
Helsingi er nýr varpfugl í Seley, hér á flugi. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
Víst er að selur kæpti á eynni og hef ég
nokkrum sinnum orðið var við kópa uppi á
klöppunum sunnantil á eynni. Oftast þegar
ég kom til Seleyjar var fjöldi sela mjög áber-
andi og ef farið var á báti rólega meðfram
eynni, til dæmis norður í Hólminn, þá fylgdi
með fjöldi sela sem voru mjög gæfir og
sýndu mikla forvitni. A þessu varð mikil
breyting eftir að farið var að fækka selnum
vegna hringorms í fiski og kannski er það
af þeirri ástæðu sem ég sá ekki nema þrjá
seli á sl. sumri þegar ég kom í eyna í fyrsta
sinn síðan 1989. En það er staðreynd að það
er mikið minna um hringorm í þeim fiski
sem veiddur er í Reyðarfirði á síðari árum.
Tjaldar á Stórás. Gulafléttan erfuglaglœða. Ljósm. HG.
Fllglalíf
Sem vænta má setur fuglalíf svip sinn á
dýralíf í Seley en gleggstar upplýsingar um
það komu fram fyrir röskum aldaríjóróungi
í áðurnefndri ritgerð Kristins H. Skarphéð-
inssonar og félaga. Þeir nefna eftirtaldar 12
tegundir varpfugla í eynni og áætlaðan fjölda
þeirra (í svigum):
Fýll (Fulmarus glacialis) (um 50),
Grágæs (Anser anser) (3),
Æðarfugl (Somateria mollissima) (1200),
Tjaldur (Haematopus ostralegus) (2),
Svartbakur (Larus marinus) (10),
Silfurmáfur (Larus argentatus) (12),
Rita (Rissa tridactyla) (43),
Kría (Sterna paradisaea) (50),
Teista (Cepphus grylle) (40-80),
Lundi (Fratercula arctica) (nokkur þús. pör),
Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) (3),
Óðinshani (Phalaropus lobatus) (0, sást 1956)
Auk varpfuglanna segja þeir að ekki færri en
átta tegundir hafi sést í eynni, þeirra á meðal
dílaskarfur, sendlingur, hrafn og steindepill.
89