Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 101
Seley við Reyðarijörð
hákarlaveiðum en fram um mánaðamótin júlí
og ágúst. Það hafi verið talin meðalvertíð að
fá 40-50 hákarla með um 30 tunnum af lifur.
Allir bændur við Reyðarfjörð „héldu út“ í
Seley eða höfðu hlutarmenn þar. Það þótti
þá ekki sæma búandi manni við Reyðar-
fjörð að hafa engin ítök í Seleyjarúthaldi.
Lika vom þá teknir hlutarmenn af bændum
í nærliggjandi sveitum, svo sem Fáskrúðs-
firði, af Héraði (Skriðdal og Völlum) og
frá Norðfirði.27
Verskálar í Seley
Eins og tíðkaðist á Austurlandi voru ver-
búðir í Seley nefndar skálar eða verskálar
og endurspeglast það sumpart í ömefnum
með ströndinni, þar sem allvíða er að finna
rústir slíkra mannvirkja auk bæjamafna eins
og Karlskáli og Svínaskáli. Um verskála í
Seley segir Lúðvík Kristjánsson eftir ýmsum
heimildum og birtir með mynd til skýringar:28
Verskálar í Seley voru flestir um 2,5x4 m
eða 2,5x5 m (464. mynd). Mæniás hvíldi
á gaflhlöðum. Vegglægjan var einungis
hellur. Langbönd voru á sperrum og
ýmist reisifjöl eða skarsúð, sem tyrft var
á. Dymar vom á hliðarvegg og alltaf þar
sem saman komu veggur og stafn. Stórt
set var inn í vegginn gegnt dyrum og
rúmuðust þar hlóðir og matarílát. Þá var
hringlaga hlaðinn strompur, sem var hærri
en mænirinn. Við innri enda skálans var
hlaðinn bálkur veggja á milli, á honum
sváfu vermenn tilfætis í einni flatsæng.
Gluggi var á þekjunni fyrir ofan bálkinn.
Verskrínumar vom fyrir framan hann og
hafðar fyrir sæti. Um og eftir 1890 komu
rúm í skálana meðfram veggjum, jafnvel
„kojur“ hver upp af annarri, væri hæðin
27 Ásmundur Helgason. A sjó og landi, s. 211.
28 Lúðvík Kristjánsson. íslenskir sjávarhœttir II, s. 438 og 443.
nægileg, og sváfu þá tveir í hverri ef búðin
var ætluð tveim skipshöfnum. Sumir tjöld-
uðu veggina með striga eða hálmmottum.
... I Seley var rist torf í bálkana og þar á
ofan látin sina, sem var auðfengin.
Asmundur á Bjargi lýsir innréttingum og
viðurgjömingi í Seley þannig:29
A veggjunum fyrir aftan rúmin héngu
skinnklæðin. Olíufatnaður þekktist þá lítið.
Hver maður hafði sína matarskrínu. Stóðu
þær á gólftnu og vom því líka sæti fyrir
heimamenn og gesti. Að heiman höfðu
menn með sér pottbrauð, kjöt, hrís- og
bygggrjón, baunir, harðftsk og hákarl ef
til var. Þriggja pela flaska af brenndu og
möluðu kafft var ætluð manni í 'A mánuð
og 1 kíló af sykri til sama tíma. - Það varð
að fara heldur vel með til þess að kaffi- og
sykurskammturinn entist, ef marga gesti
bar að garði sem oft var. Einn og einn
útgerðarmaður lagði mönnum sínum til
fyrir gesti. - Ekki var talið að fengist hefði
í soðið við Seley fyrr en lúða veiddist og
hægt var að hafa með soðningunni beinfeiti
(höfuð, rafabelti og bein) úr lúðu.... Gamlir
menn sögðu mér að í sínu ungdæmi hefði
hver maður haft með sér til hálfs mánaðar
forða skyrbiðu (ílát úr tré, jafnvítt, en með
engum eyrum) sem tók 10-20 merkur. Þá
var lítið farið að nota kaffi, en nóg vín með
skyrinu, einkum ef hákarl veiddist.
En lítum nú á hvað Seley hefur enn að geyma
varðandi þessa horfnu mannvist.
Fornleifaskráning sem víða er vanrækt
Til fomleifa teljast hvers kyns leifar mann-
virkja 100 ára og eldri og annarra staðbund-
inna minja sem menn hafa gert eða mannaverk
29 Ásmundur Helgason. A sjó og landi, s. 196-197.
99