Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 106
Múlaþing
Sandlending, Seiglöpp ogskerin. Skrúður í jjarska. Ljósm. HG.
Jónsmessu hafiísvorið 1802 með 4 verslunar-
þjónum til að kveikja þar bál og láta þannig
skipshafnir tveggja kaupfara sem biðu úti fyrir
vita að óhætt myndi vera að halda inn í ísinn.34
Náttúruminjar
Lendingar í Seley teljast til náttúruminja,
þar eð aðeins eru varðveitt ömefnin en engar
leifar manngerðra uppsátra eða nausta er þar
lengur að finna, hafi slíkar verið til staðar.
Þetta á við um Sandlendingu, Lágasátur og
Hellu sem snúa móti landi, þ.e. í NV. Hið
sama á við um Syðstuhöfn og Nyrstuhöfn svo
og Hala norðaustast, en þar er eyjan lægst.
Sandlending er í vogi vestan Byggðarholts og
slysavamaskýlisins, Lágasátur í smá kletta-
vogi sunnan við verbúð nr. 7 á uppdrætti
og Hella var smá vik í klappir beint sunnan
við verbúð nr. 8. Um landtöku í eynni segir
Asmundur á Bjargi:35
Gegnum stefnið [á bátunum] að framan,
ofan við sjómál á tómum bátnum, var jám-
34 Gyða Thorlacius. Endurminningar frú Gyðu Thorlacius, s. 28.
35 Ásmundur Helgason, Á sjó og landi, s. 202.
hringur sem grönn hlekkjafesti var fest
í eða kaðaltaug. Skyldi taugin vera þrír
faðmar á lengd eða vel það. ... í Seley
er hvergi malar- eða sandfjara, heldur
klappir sleipar af slýi og þara. Varð því
oft að treysta aðallega á „framtóið“ við
að bjarga bát og formanninum, því að
hann mátti ekki fara úr bátnum fyrr en
búið var að draga hann á þurrt. ... Það
kom fyrir ef „hleypa varð á Hala“ fyrir
suðlægu brimi, er gekk svo skyndilega í
norð-norðaustanbrim, að setja varð báta
60-70 faðma yfir ósléttar klappir til þess
að koma þeim á öruggan stað. Jafnan var
samhjálp við slíkar setningar báta. Á öllum
hinum lendingarstöðunum var ekki mjög
langt að draga bátana upp á gras.
Tjöm allstór er í lægð milli klappa austur af
Bóndavörðuholti og bætist sjór í hana ef eitt-
hvert brim er að ráði þannig að vatn í henni er
salt eða hálfsalt. Safnast í hana skeljasandur
sem er á fjöru ef lítið er í tjöminni. í vatninu
var við komu okkar mikið af grænþömngum
sem mynda langa og sívala þræði og heyra
104