Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 109
Seley við Reyðarfjörð
Heljarbjarg í Seley 1976. Ljósm. Geir Hólm.
Slys og óhöpp tengd Seley
Geir Hólm hefur tekið saman yfirlit um slys
og óhöpp við og í Seley. Hann segir þar m.a.:41
Asmundur Helgason segir frá því að ungur
maður ættaður úr Skagafirði og á báti sr.
Hákonar J. Espólín frá Kolfreyjustað, Sig-
urður að nafni, hafi drukknað í tjöminni á
eynni þegar hann ætlaði að æfa þar sund.
Einnig segir hann að tveim bátum hafí
hvolft við lendingu, án manntjóns. Þá rak
danska fískiskútu upp að eynni eftir að hafa
siglt á sker norðaustan við Hólminn og
bjargaðist áhöfnin með aðstoð vermanna í
eynni. Árið 1873 hvolfdi báti undir seglum,
en hann var á leið til Seleyjar og drukknuðu
tveir menn en tveim bátsverjum var bjargað
af vermönnum í eynni sem sáu óhappið
Geir Hólm. Minnisblaó til HG 3. okt. 2011.
og komu á vettvang. Þeir sem fórast voru
Stefán Halldórsson frá Högnastöðum og
Helgi Pálsson frá Karlskála.... I ágúst árið
1900 varð danskt eikarskip, Dania, um 40
lestir að stærð fyrir brotsjó á boða norður af
Hólminum. Skipverjarkomust í björgunar-
bát og var leiðbeint til lendingar í Seley,
þar sem skipbrotsmenn nutu aðhlynningar.
Stórlaskað skipið rak upp milli klappa inn
á smálón í eynni og varþar hlutað sundur.42
I ritinu Sveitir ogjarðir í Múlaþingi segir frá
því að enskur togari hafí árið 1915 strandað
við Seley og hafi áhöfnin, 15 manns, náð
landi á litlum báti norður í Sandvík.43 Að
sögn Guðmundar Stefánssonar frá Karlskála
strandaði á Ijórða áratug 20. aldar breskur
togari í þoku en sléttum sjó á flúð við
42 Ásmundur Helgason. Á sjó og landi, s. 83-86.
43 Sveitir ogjarðir í Múlaþingi III. 1976, s. 222-223.
107