Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 116
Múlaþing
26. ágúst 1981. Upp úr Múladal, stefnt á Háás.
umhverfið. Voru síðan tjöldin felld og búist
til uppgöngu úr dalnum kl. 7:30.
Var gengið dálítið lengra inn með ánni,
um eina klukkustund og síðan lagt á brattann.
Þar sem farið er upp úr dalnum eru hrikaleg
gljúfur í Geithelladal. Staðnæmdumst við þar
nokkra stund og tókum myndir.
Einhversstaðar þama missti Sigfús Jóns-
son, er hann flutti frá Hvannavöllum í Víðidal,
hest í gjúfrið með klyíjum og hefur ekki þurft
að spyrja að örlögum hans.
Þetta mun vera leiðin, sem þeir fóm feðgar
Sigfús og Jón Sigfússon, þegar þeir fluttu til
Víðidals. Sagt er að þeir hafi flutt 80 hestburði
til Víðidals, er þeir reistu sér þar hús. Hefur
það verið mikið og erfitt verk.
Fagurt veður var þennan síðsumarsdag,
(26. ágúst 1981). Sól skein í heiði og sumarhiti
í lofti, enda tóku menn brátt að fækka fötum
og gengu fáklæddir fram eftir degi.
Útsýni opnaðist út Geithelladal. Sáum
við til hafs og töldum okkur sjá sandrif úti
fyrir Álftafirði, Óseyjar og Ilsker (Iglsker).
Þegar komið var upp á varpið milli dalanna
var gróður lítill. Gengum við um stund eftir
jökulurðum og komum að vatni einu litlu
við Norðurhnútu. (Norðurhnútu má sjá af
þjóðveginum í Hólsnesi í Álftafirði í góðu
skyggni).
Brátt fór að halla vestur af og innan
skamms komum við að Hnútuvatni sem er
öllu stærra. Gengum með því að austanverðu
og er við komum að vesturenda þess settumst
við niður, tókum upp gastæki, hituðum okkur
súpu og kaffi, sumir reyndar te. Vorum þá
orðnir matar- og hvíldarþurfi. Veðrið alltaf jafn
gott, ekki blakti hár á höfði, hitinn sjálfsagt
18-20 stig.
Við sátum þarna nokkra stund við vatns-
endann. Ari sagði okkur ýmis örnefni. Úr
114