Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 117
Víðidalsferð í ágúst 1981
Bœjarrústir á Grund í Víðidal, 26. ágitst 1981.
Hnútuvatninu rennur Víðidalsþverá niður í
Víðidal. Er vatnið og þveráin góður leiðarvísir
þeim er lenda í þoku á þessu svæði.
Eftir að hafa hvílst og matast, héldum við
af stað aftur. Fór nú brátt að halla meira til
Víðidals. Þama sást vel til Snæfells á bak
við innstu drög dalsins. Sáum einnig suður
til Vatnajökuls. Af varpinu upp af Múladal
höfðum við séð hina fögru bungu Þrándar-
jökuls og suður úr honum Sunnutind sem er
þó varla nema tangi út úr Þrándarjökli.
Þegar við komum niður í efstu brekkur í
Víðidal innanverðum sáum við fyrstu hrein-
dýrin. Vora þar innan við 10 dýr, tarfúr, kýr og
kálfar. Tóku þau til fótanna er þau sáu okkur.
Sáum einnig nokkrar kindur í dalnum.
Við þrömmuðum nú áfram með poka okkar
og brátt vorum við komnir út að Grand, þar
sem bæir stóðu áður fyrr, sá sem fór i snjó-
flóðinu 1849 og sá bær, sem fólkið, sem síðar
flutti að Bragðavöllum, bjó í árin 1883-1897.
A Grund voru bakpokarnir teknir af
þreyttum herðum og kaffi og te hitað, tjöldin
síðan reist. Veðurblíðan hélst óbreytt og
fóra menn nú að skoða sig um. Var þama
margt að sjá. Sumir færðu sig að fossinum
Beljanda, sem er skammt vestur af bænum
Grund. Gömlu bæjarrústimar þóttu mönnum
áhugaverðar. Er greinilegt að vel hefur verið
húsað hjá þeim feðgum Jóni og Sigfúsi.
Við skoðuðum líka rústimar, þar sem Þor-
steinn Hinriksson og drengir hans tveir dóu í
snjóflóðinu 1849, og tvær fátæklega klæddar
konur lögðu á Ijallið í átt til Hvannavalla til að
bjarga lífínu eftir að hafa hafst við í rústunum
í nokkra daga. Þær rústir eru út og upp af
bæjarrústum Bragðavallafólksins.
Þama eru líka rústir af fjárhúsum fyrir á
annað hundrað fjár. Nokkru utar er myllu-
115