Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 121
Benedikt V. Warén Flugslysið á Valahjalla Þýsk herflugvél ferst við Reyðarfjörð Síðla kvölds, þann 21. maí 1941 hóf Heinkel herflugvél sig á loft frá her- flugvellinum á Gardermoen. Ferðinni var heitið til íslands, en tilgangur ferðarinnar er ekki kunnur. Gögn sem svipta hulunni af þeirri ráðgátu hafa enn ekki litið dagsins ljós, hvað sem síðar kann að verða. Flugstjóri í þessari ferð var Hans Joackim Diirfeld (f. 1910). Hann hafði getið sér gott orð í Spánarstyrjöldinni og notið virðingar á æðstu stöðum Spánar og Þýskalands og hlotið heiðursorðu vegna þeirra verkefna. Hann var nýkvæntur Leonoru Dtirfeld. Þennan sama dag lögðu tvö orrustuskip Þjóðverja úr höfn frá Bergen áleiðis lil Islands, annað þeirra í sína einu för út á Atlandshafið. Leiddar hafa verið að því líkur að flug vélar- innar, sem bar einkennin F8+GM, hafi tengst þessari siglingu Bismark. Tími flugtaksins var óvenjulegur svona síðla kvölds og því er talið hugsanlegt að áhöfnin hafi átt að kanna ferðir óvinaskipa Þjóðverja á hafmu milli Islands og Færeyja og sér í lagi hvort einhver floti óvinanna lægi fyrir skipinu í jómfrúarferð þess, reiðubúinn að ráðast til atlögu við þetta flaggskip Hitlers. Eftir flugtakið á Gardermoen eru mestar líkur á að stefnan hafi verði tekin á Solaflug- völl til að taka eldsneyti til íslandsfararinnar og hefur flugtak á Sola trúlega verið um klukkan 22:00 þann 21. maí 1941. Solaflugvöllur (Stavanger) var öflug bækistöð Luftwaffe fyrir árásar- og könn- unarflug út á Atlandshaf og heppilegur brott- fararstaður fyrir þunghlaðnar flugvélar á leið í langan leiðangur. Flugvöllurinn er skammt frá ströndinni og ekki yfír háa fjallgarða að klífa á drekkhlöðnum loftförum. Frá Solaflug- velli hefur stefnan verið tekin á Orkneyjar og það svæði kannað áður en strikið var tekið á Island. Veðurspár fyrir svæðið voru af skornum skammti, en samkvæmt veðurkortum, sem eru til frá þessum tíma, var lítil lægð vestur af landinu og langt á milli þrýstilína svo það hefúr verið hæg suðlæg átt á svæðinu milli Noregs og íslands. Loftrakastig var hátt og því hætta á þoku. Samkvæmt veðurgjöf frá Dala- tanga þann 22. apríl kl. 07:00 var logn, hiti 6° C, skyggni innan við 100 m, þoka og ekki sá ti 1 lofts. Gera má ráð fyrir að þoka hafí legið með ströndinni og inn um alla fírði austanlands. Hugsanlega hefur efra borð þokuslæðunnar náð upp í miðjar fjallshlíðar, en þar fyrir ofan hefurverið léttskýjað. Skýjabakkarhafa verið í fjöllum og hulið þau. 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.