Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 121
Benedikt V. Warén
Flugslysið á Valahjalla
Þýsk herflugvél ferst við Reyðarfjörð
Síðla kvölds, þann 21. maí 1941 hóf
Heinkel herflugvél sig á loft frá her-
flugvellinum á Gardermoen. Ferðinni
var heitið til íslands, en tilgangur ferðarinnar
er ekki kunnur. Gögn sem svipta hulunni af
þeirri ráðgátu hafa enn ekki litið dagsins ljós,
hvað sem síðar kann að verða.
Flugstjóri í þessari ferð var Hans Joackim
Diirfeld (f. 1910). Hann hafði getið sér gott
orð í Spánarstyrjöldinni og notið virðingar á
æðstu stöðum Spánar og Þýskalands og hlotið
heiðursorðu vegna þeirra verkefna. Hann var
nýkvæntur Leonoru Dtirfeld.
Þennan sama dag lögðu tvö orrustuskip
Þjóðverja úr höfn frá Bergen áleiðis lil Islands,
annað þeirra í sína einu för út á Atlandshafið.
Leiddar hafa verið að því líkur að flug vélar-
innar, sem bar einkennin F8+GM, hafi tengst
þessari siglingu Bismark. Tími flugtaksins var
óvenjulegur svona síðla kvölds og því er talið
hugsanlegt að áhöfnin hafi átt að kanna ferðir
óvinaskipa Þjóðverja á hafmu milli Islands
og Færeyja og sér í lagi hvort einhver floti
óvinanna lægi fyrir skipinu í jómfrúarferð
þess, reiðubúinn að ráðast til atlögu við þetta
flaggskip Hitlers.
Eftir flugtakið á Gardermoen eru mestar
líkur á að stefnan hafi verði tekin á Solaflug-
völl til að taka eldsneyti til íslandsfararinnar
og hefur flugtak á Sola trúlega verið um
klukkan 22:00 þann 21. maí 1941.
Solaflugvöllur (Stavanger) var öflug
bækistöð Luftwaffe fyrir árásar- og könn-
unarflug út á Atlandshaf og heppilegur brott-
fararstaður fyrir þunghlaðnar flugvélar á leið
í langan leiðangur. Flugvöllurinn er skammt
frá ströndinni og ekki yfír háa fjallgarða að
klífa á drekkhlöðnum loftförum. Frá Solaflug-
velli hefur stefnan verið tekin á Orkneyjar og
það svæði kannað áður en strikið var tekið
á Island.
Veðurspár fyrir svæðið voru af skornum
skammti, en samkvæmt veðurkortum, sem
eru til frá þessum tíma, var lítil lægð vestur
af landinu og langt á milli þrýstilína svo það
hefúr verið hæg suðlæg átt á svæðinu milli
Noregs og íslands. Loftrakastig var hátt og því
hætta á þoku. Samkvæmt veðurgjöf frá Dala-
tanga þann 22. apríl kl. 07:00 var logn, hiti 6°
C, skyggni innan við 100 m, þoka og ekki sá ti 1
lofts. Gera má ráð fyrir að þoka hafí legið með
ströndinni og inn um alla fírði austanlands.
Hugsanlega hefur efra borð þokuslæðunnar
náð upp í miðjar fjallshlíðar, en þar fyrir ofan
hefurverið léttskýjað. Skýjabakkarhafa verið
í fjöllum og hulið þau.
119