Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 139

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 139
Menningararfur Vopnfirðinga - styrkur fyrir samfélagið í dag ekki dugað okkur að fá af og til innílutning prestaljölskyldna til að viðhalda ijölbreytileika í fámennu samfélagi. Meira þyrfti til. Sjö til átta alda nánast samfelld verslunarsaga tengdi okkur lengi beint við Evrópu. Ég held að það hafi ekki verið fyrr en á seinni hluta 20. aldar sem það þótti eitthvað sérílagi merkilegt að fara til útlanda. Var það ekki Sveinbjöm heitinn á Hámundarstöðum sem skrapp á Seyðisljörð, en sendi svo skeyti heim svohljóðandi: „Er í Bergen, keypti skip, kem fljótlega.“ Eins og ég hef minnst á áður þá skruppu strákamir utan og lærðu eitthvað gagnlegt og fleira. Guttormur Þorsteinsson (sonur Þorsteins sterka) lærði úrsmíði og fékk tilsögn í organ- leik, keypti sér gítar í Köben. Endaði síðan ævi sína við Winnipegvatn þar sem niðjar hans búa og þykja mjög lagtækir smiðir. Einn þeirra fyrrv. rektor Manitoba-háskóla byggði sjálfur sinn sumarbústað. Guðmundur sýslumaður í Krossavík stundaði mikil viðskipti í Kaupmannahöfn og er sagður hafa verið á leið þangað þegar sögusagnir segja að hann hafí verið myrtur í Leith í Skotlandi og rændur sínum farareyri, sem var ekki smáræði, hann fór með allt sitt lausafé utan og þar týndist það, hvað sem karlinn var svo að gera úr landi með alla þessa peninga? Einhver sagn- fræðingur var með þá kenningu að fjársjóðir Guðmundar hefðu komist til Kapmannahafnar og hefðu lent þar í Sameinaða Gufúskipafélaginu og afkomendur hans notið þeirra í utanferðum á nítjándu öldinni. Kaupmenn lögðu skipum sínum hér á læginu og versluðu hér á bakkanum. Reistu bygg- ingar yfir vörubirgðir er fram liðu stundir og voru svo tengdir heimamönnum að einn þeirra gerði samning við Vigdísi álfkonu um að gæta húsa hans og forða frá bruna. Hef ég það fyrir satt að aldrei hafí brunnið verslun á Vopnafírði. Með verslunarskipunum komu nýir straumar og kynni af erlendu fólki. Áður en kaupmenn höfðu fasta búsetu eða faktor fýrir sig allt árið kom fyrir að ungir menn gleymdu sér uppi í sveit þegar skip fóru að hausti. Voru slíkir kallaðir eftirliggjarar, skildu eftir sig áhrif og gen og sumir settust að og urðu miklir ættfeður, trúi ég að Leiðhefningar séu afkomendur eftir- liggjara. Sumur kusu að hafa vetursetu eins og hefðarfrú frá Englandi sem sat á Bustarfelli einn vetur á átjándu öld. Eins og við vitum öll var veldi Örum og Wulf verslunarinnar mikið hér á Vopnafirði, kannske hvað rismest þegar þeir byggðu Kaupvang, en fljótlega eftir það hallaði undan fæti og 1918 lauk verslunarsögu þeirra hér. Guðjón Friðriksson sagði mér á dögunum að í Árósum í Danmörku væri atvinnuvegasafn þar sem finna mætti ógrynni verslunarbréfa og bóka frá tímum Örum og Wulf. Þangað þurfum við að senda mann til að kanna þann fjársjóð. í bréfum faktora taldi Guðjón mega lesa sögu mannlífs á Vopnafirði á aðra öld. Ómetanlegt. Eigum við að leita að húsnæði hér við torg tækifæranna og heija uppbyggingu verslunar- minjasafns og undirbúning að ritun verslunarsögu Vopnfírðinga? Nú er komin tími til að bæta annars gott uppeldi bamanna hér í byggðarlagi. Hætta að segja þeim að framtíðin verði aldrei hér, grasið sé grænna og gjöfulla annars staðar. Hætta að tala niðurtil þeirra starfa sem við stundum hér í Vopnafírði. Hvetja þau til náms og þekkingarleitar sem leitt gæti til bættra lífskjara og fjölbreytni í störfúm og mannlífí hér heima jafnt sem annars staðar. Hvetja börnin okkar til að leita leiða til að hafa val um hvort þau setjast hér að eður ei. En umfram allt færa þeim menningararfmn svo þau þekki sínar rætur og flytji ekki burt rótlaus og arflaus. 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.