Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 142
Múlaþing
Mynd 1. íbúqfjöldi á Austurlandi á síðustu öld, fram að síðasta áratug aldarinnar (samkv. tölum frá Hagstofu
Islands).
byrjun aldarinnar fram að síðasta áratug
hennar, má sjá á mynd 1.
Á síðustu tveim áratugum fyrri aldar og
fram á þessa öld var atvinnuþróun á Austur-
landi fremur hæg, og hefðbundin atvinnu-
skipan ráðandi. Félagslegar breytingar voru
að sama skapi litlar. Vegna gjöfulla fiskveiða
og blómlegs fiskiðnaðar á seinni hluta aldar-
innar, einkum síldveiðum og -vinnslu, jókst
íbúaijöldi svæðisins um 36% frá byrjun sjötta
fram undir lok níunda áratugs fyrri aldar,
en á níunda áratugnum höfðu fiskveiðar- og
iðnaður minnkað töluvert og atvinnuþróun
staðnað. Á tíunda áratugnum varð kreppa í
atvinnulífi svæðisins og fólki fór fækkandi.
Að því leyti sem íbúaijöldi lýsir þróun land-
svæðis, má segja að samfélagsleg þróun á
Austurlandi í lok síðustu aldar hafi einkennst
af hægri hnignun, sbr. mynd 2.
Róttæk breyting varð á þróuninni á fyrsta
áratug þessarar aldar, þegar íbúafjöldi á
Austurlandi jókst á skömmum tíma með um
4000 manns. Þessi aukning varð þó ekki lang-
vinn, og þróun íbúaijölda, atvinnu og afkomu
á svæðinu á síðustu tíu árum hefur verið afar
ójöfn. í árslok 2009 hafði íbúum Austurlands
fækkað stórlega á þrem árum, eftir hraða
aukningu á þrem árum þar á undan. Þessar
breytingar má að miklu leyti skýra út frá þeim
gífurlegu framkvæmdum, sem áttu sér stað
á svæðinu og tímabundnum fólksflutningum
þeim tengdum. Þessi þróun er sýnd á mynd 3.
I skýrslu Rannsókna- og þróunarmið-
stöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) sem
gefm var út í byrjun framkvæmdanna miklu
(2005) var því spáð „að álver í Reyðarfirði
verði því valdandi að íbúar á Austurlandi
verði 1.764 - 2.329 fleiri [2008 en 2002]
en ef ekkert álver hefði verið byggt í lands-
hlutanum“. Álversframkvæmdir eru sér-
stakur atburður, sem gerist aðeins einu sinni
á löngum tíma á tilteknu svæði. Þær leiða
eðlilega til tímabundinnar fólksljölgunar, en
geta haft aðrar, ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Sem dæmi um það má nefna ruðningsáhrif
álversframkvæmdanna sem valda því, að
140