Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 148
Múlaþing að forvamarstarfí. Atvinnuleysi foreldra hefur ekki bein áhrif á áhættuhegðun unglinga, en er hins vegar tengt breyttum uppeldisháttum, og samanlagt hefur þetta áhrif á áhættuhegðun unglinganna, s.s. reykingar og áfengisnotkun. Virkur stuðningur foreldra, en ekki eftirlit þeirra sem slíkt, minnkar áhættuhegðun ung- linganna. Það ber að nefna í þessu sambandi, að könnun sem gerð var árið 2006 benti til þess að neysla tóbaks, áfengis og annarra vímuefna væri minni meðal ungmenna á Fljótsdalshéraði en annars staðar á landinu. Viðfangsefni núverandi rannsóknar meðal ungmenna á Austurlandi Ofangreindar niðurstöður benda til áhuga- verðra sambanda milli aðstæðna ungmenna, einkum í íjölskyldu og félagahópi, líðanar þeirra og mótun viðhorfa til framtíðar. „Líðan“ er margrætt hugtak, sem oft er erfitt að meta. Samkennd, hér skilgreind sem afstaða til sjálfs sín og tilfinningin að tilheyra félags- legu umhverfi sínu og vera virkur hluti af því (e. Sense of Coherence), hefur verið töluvert notuð á Norðurlöndum við athugun á líðan og félagsþroska einstaklinga og hópa, sem og á sálrænum afleiðingum alvarlegra lífsatvika á líðan og atferli fólks eftir á. Samkennd er notuð hér til þess að kasta ljósi á lífssýn og líðan ungmenna á Austurlandi. Skoðanir ungmenna mótast af hugrænum eiginleikum þeirra, einkum sjálfsímynd, líðan og löngunum. Hugrænireiginleikar byggjast hins vegar á grunni félagslegra og líffræði- legra þátta, og eru þá áhrif kyns ungmenn- anna mikilvæg, eins og áður hefur komið fram. Hugrænir eiginleikar eru einnig bundnir stað og stund, og aðstæður hvers einstaklings hafa áhrif á þá til langs eða skamms tíma. Skoðanir ungmennanna koma fram í stað- hæfingum þeirra, og almenn viðhorf má greina í skoðununum. Líkan sem skýrir betur þessi sambönd og auðveldar lesendum að greina þau er sýnt á mynd 5. Eftirfarandi almennar tilgátur voru lagðar fram um niðurstöður rannsóknarinnar: Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi eru tengdar (i) félagslegri og efnahagslegri þróun á svæðinu á undanfömum ámm og (ii) ein- staklingsbundnum eiginleikum, einkum kyni, fjölskylduháttum og ættartengslum á svæðinu. (iii) Val ungmennanna á menntun, ævistarfi og búsetu er tengt líðan þeirra, aðlögun og framtíðarsýn. Aðferð rannsóknarinnar Samtals 150 ungmenni á aldrinum 15-22 ára tóku þátt í rannsókninni, 78 stúlkur og 72 piltar, langflest þeirra nemendur í Mennta- skólanum á Egilsstöðum (ME). Ungmennin svömðu spumingalista með spumingum/stað- hæfíngum um Bakgrunn, Ahugamál, Fram- tíðaráætlanir og Samkennd (sbr. ofan). Greind vom gögn frá þeim 144 ungmennum, sem áttu lögheimili á Austurlandi. Bakgrunnur ungmennanna var skil- greindur samkvæmt níu breytum, sem voru Kyn, Bekkur, Námsbraut, Búsetulengd á svæðinu („nýflutt“: <10 ár ;„rótgróin“: >10 ár), Lögheimili á Austurlandi, Ættartengsl á svæðinu, Fjölskylduhagir, Menntun móður og Menntun föður. Sumar þessara breyta reynd- ust segja lítið um útkomu síðari greininga, en aðrar, s.s. Búsetulengd og Ættartengsl, höfðu mjög svipuð áhrif. Svör ungmennanna um Ahugamál, Fram- tíðaráætlanir og Samkennd vom þáttagreind, og komu þá fram 17 sterkir þættir sem gefa til kynna skoðanir um ýmis mál og er þeim lýst frekar í töflu 2. Æðra stigs þáttagreining sýndi að þessa þætti mátti færa saman í átta yfírþætti, Líðan, Frelsiskennd, Framtíðar- sýn, Raunsæi, Háskólanám, Gœtni, Náms- hvörf og Öryggiskennd, og er þeim lýst út frá inniföldum þáttum í töflu 3, en nánari lýsisng er gefín hér að neðan. Svörin, sem öll voru á kvarða frá neikvæðni til jákvæðni voru stöðluð þannig að miðja kvarðans var stillt á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.