Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 149
Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Áusturlandi
Bakgrunnsbreytur Hugrænir eiginleikar
Skoðanir
Viðhorf
Persónueiginleikar
Kyn, aldur, geta,
hæfileikar, útlit
Foreldrar, fjölskylda
Annar/báöir á heimili,
menntun, ættartengsl
Aélagslegt umhverfi
Félagar, öryggi,
væntingar annarra
Hlutkennt umhverfi
Dreifbýli, þéttbýli,
þjónusta, úrval
o
Sjálfsímynd
Tilfinningar
Væntingar
o
( úhugamál J
( tómstundir j
( íþróttaiðkun )
( nám og skóli )
( lídan ískóla j
( áhœttuhegðun j
( samvera v foreldra )
( hlýðni v foreldra )
( félagslíf )
( þjónusta j
( atvinna )
búsetci
D
( líöan almennt )
( samkennd j
( lífsánœgja J
C
Líðan
J
( Framtíðarsýn ]
( Háskóianám )
( Námshvörf ]
c
Frelsiskennd
Raunsæi
)
c
Gætni
J
[ Öryggiskennd'j
Mynd 5. Líkan, sem lýsir framþróun viðhorfa ungmenna, m.a. eigin líðan ogframtíðaráforma.
núll, sem samsvaraði að öðru jöfnu hlutlausri
skoðun (hvorki neikvætt né jákvætt). Þetta
hafði ekki áhrif á dreifmgu svaranna, heldur
aðeins á túlkun þeirra.
Bakgrunnsbreyturnar voru síðan notaðar
til að greina marktæk sambönd við skoðanir
og viðhorf ungmennanna. Niðurstöðunum er
lýst nánar hér að neðan.
Bakgrunnsbreyturnar
Svipuð hlutföll voru meðal búsetulengdar
og ættartengsla í öllum árgöngum ME, og
var munurinn milli ára marktækur í þeim
öllum. Þannig eiga nýflutt ungmenni oftast
lítil ættartengsl á svæðinu, en rótgróin ung-
menni eiga yfírleitt mikil ættartengsl bæði
þau sem eru fædd á Austurlandi og þau sem
eru aðflutt á fyrstu þrem árum lífs síns (þ.e.
fyrir 12-17 árum).
Enda þótt búsetutími ungmennanna á
svæðinu væri að meðaltali 14 ár, lýsir það
ekki skiptingu úrtaksins. Meirihluti rótgróinna
ungmenna var fæddur á svæðinu (n = 73),
en þriðjungur þeirra höfðu flust þangað með
fjölskyldu sinni á fyrstu þrem aldursárunum
(,n = 36). Hins vegar höfðu flestöll nýflutt
ungmenni (n = 35) flust á svæðið fyrir fjórum
til átta ámm (2003-2007), þegar þau voru
10-14 ára, á stórframkvæmdatímanum.
Mörg nýflutt ungmenni búa með öðru for-
eldrinu (einstæðu), eða með öðru foreldrinu
og fósturforeldri, en flest rótgróinna búa í
kjarnafjölskyldu með báðum foreldmm.
Um 2/3 mæðra og feðra höfðu framhalds-
skólamenntun og er hlutfallsleg skipting ung-
menna á fjölskyldur í samræmi við það, en
samsvörun í menntun foreldra er þó algeng-
ust þegar báðir hafa grunnskólamenntun.
Menntun feðra nýfluttra ungmenna greindist
einnig hærri en almennt gerist á svæðinu, en
slíkt samband var ekki til staðar fyrir mæður
nýfluttra ungmenna.
147