Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 153

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 153
Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi ungmenni með mikil ættartengsl, einkum pilta, en síðari viðhorfín einkenna nýflutt ungmenni með lítil ættartengsl og þá fremur stúlkur. Ofangreind sambönd má einnig túlka svo að þrátt fyrir að piltar á Austurlandi hafí yfírleitt meiri vilja til að búa á svæðinu í framtíðinni, geri þeir sér grein fyrir skorti á möguleikum þar til persónulegrar þróunar. Hjá stúlkum er meiri vilji til að flytja burt og er sá vilji tengdur trú á eigin getu og hæfi- leikum til að laga sig að nýjum aðstæðum. Fylgnin milli Framtíðarsýnar og Líðanar er í samræmi við þetta. í Raunsæi jókst Lífsgleði rótgróinna ungmenna með árgangi í ME, en Lífs- gleði nýfluttra minnkaði. Þetta má tengja aðlögunarerfíðleikum sumra nýfluttra, sem samkvæmt þessu minnkar ekki, heldur eykst með tímanum. Hins vegar ber að hafa í huga að mikil lífsgleði og bjartsýni ríkir almennt í ungmennahópnum, og er þetta hvort tveggja langt ofan við miðju kvarðans í hópnum í heild. Lífsgleði er hinsvegar neikvætt tengd Jafnaðargeði. Jafnaðargeð felur í sér sjálfsmat, sem oftar einkennir fullorðins- en unglings- árin og er marktækt tengt kyni. Þetta bendir til að piltar álíti sig hafa meiri stjóm á eigin lífi og taki því með meiri rósemd og jafnara geði, en stúlkurnar búi við meiri óvissu í viðhorfum sínum, og sjái oftar upplausn og vandleyst viðfangsefni í tilverunni. I heild er Raunsæi ungmennanna töluvert undir miðju kvarðans, en Raunsœi pilta þó marktækt nær miðju kvarðans en Raunsæi stúlkna. Hér er óraunsæi ekki beint andstæða Raunsæis, heldur virðast opinskátt traust og ævintýraþrá fremur einkenna neikvæð gildi á þessum þætti. Frelsiskennd ungmennanna jókst með árgangi í skóla og því með aldri. Ungmenni af báðum kynjum, sem telja sig njóta mikils Frelsis taka yfirleitt virkan þátt í íþróttum og tómstundalífi og búa ekki við strangt Aðhald frá foreldrum. Aðhald og eftirlit foreldra er marktækt minna hjá stúlkum sem búa einar eða með ein- stæðu foreldri. Aðhald ungmenna af Fjörðum er einnig minna en ungmenna af Héraði, sem er eðlilegt, þar sem mörg ungmennanna af Fjörðum búa á heimavist á skólatíma og umgangast ekki foreldra sína daglega, á sama hátt og búast má við hjá ungmennum búsettum á Héraði. Há gildi í Háskólanámi benda til raun- hæfs vilja til að halda áfram námi í háskóla eftir ME. Þessi yfirþáttur á sér einnig sterka, jákvæða fylgni við Líðan. Stúlkur hafa yfir- leitt hærri gildi á Háskóla almennt og bendir það til þess að þær séu oft námsfúsari en piltar. Hjá ungmennum sem búa með einstæðu for- eldri (oftast móður) er þessu þó öðmvísi farið: I þeim hópi hafa piltar jákvæðara, en stúlkur neikvæðara viðhorf til Háskóla almennt en önnur ungmenni. Námsgleði stúlkna sem búa með einstæðu foreldri, er auk þess minni en annarra ungmenna. Einnig má sjá að stúlkur með mæður með gmnnskólamenntun og lítil ættartengsl hafa litlar væntingar um Háskóla almennt. Engin samsvarandi tengsl vora við menntun feðra. Gœtni ungmennanna er vel yfir miðju kvarðans hjá báðum kynjum og gefur til kynna andstæðu við áhættuhegðun, hér einkum litla eða enga áfengis-, tóbaks- og vímuefnanotkun. Stúlkur, sem búa með einstæðu foreldri, sýna þó töluvert minni Gœtni en önnur ungmenni, og gæti það e.t.v. bent til að staðalímyndir þessara stúlkna séu óskýrari eða neikvæðari en annarra ungmenna og í áhættuhegðun þeirra felist því leit að stöðugri farvegi til að þróa líf sitt í, enda þótt farvegurinn sé í því tilfelli miður heppilegur. Þetta getur einnig þýtt að þessi ungmenni njóti minna eftirlits og umhyggju í fjölskyldu sinni, en slíkt væri í samræmi við fyrri rann- sóknir. Jákvæð fylgni milli Gætni og Líð- 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.