Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 156
Múlaþing
Niðurstöðurnar benda til að líðan og
framtíðarsýn ákvarðist einkum af kyni, ættar-
tengslum og lengd búsetu, en menntunaráfonn
einnig af fjölskylduhögum. Sum viðhorfin
voru einstaklingsbundin og önnur tengd
almennum, aldursháðum breytingum í lífi
ungmennanna. Þetta átti einkum við rótgróin
ungmenni, sem flest áttu mikil ættartengsl og
höfðu svipuð viðhorf, s.s. tryggð við svæðið
og bjartsýni um áframhaldandi búsetu. Piltar
voru almennt ánægðari en stúlkur með stöðu
sína og möguleika í hinu staðbundna sam-
félagi og fremur reiðubúnir til að vera þar
til frambúðar. Mörg nýfluttra bjuggu með
einstæðu foreldri eða öðru foreldrinu og
fósturforeldri en flest rótgróinna í kjama-
Ijölskyldu með báðum foreldrum. Nýflutt
ungmenni voru skiptari í skoðunum en
rótgróin, sum örugg og vongóð um fram-
tíðina, en önnur, einkum stúlkur, svartsýnni
og tilbúin til að flytja af svæðinu.
Enda þótt þessar niðurstöður gefí okkur
ekki nægjanlegar upplýsingar til að geta
greint áhrif einstakra atburða síðustu ára á
viðhorf ungmennanna, kemur margt athyglis-
vert fram. Viðhorfín sem birtast í þessum
niðurstöðum spegla líðan ungmennanna og
framtíðarsýn og þegar þau em sett í samhengi
kyns, aldurs og félagslegra þátta, s.s. búsetu,
ættartengsla, menntunar og atvinnu foreldra,
kemur auk þess fram ýmis marktækur munur
milli hópa. Nákvæmari rannsókn á áhrifum
þessara atriða mun gefa okkur vísbendingar
um hvemig skapa megi raunhæfan gmndvöll
fyrir ákjósanlegri samfélagsþróun á svæð-
inu, m.a. hvað varðar staðbundna fræðslu og
atvinnutækifæri.
Kærar þakkir til allra þeirra ungmenna sem
létu af hendi upplýsingar tii verkefnisins og
kennara þeirra sem aðstoðuðu við gagna-
söfnunina, sem og allra þeirra er hafa veitt
upplýsingar og aðstoðað við þessi verkefni.
Valdimar Briem, vbriem@akademia. is
154