Saga - 2015, Síða 108
áður, trúlega 25–30 manns hvort árið. Sumarið 1872 hefur fjöldi
erlendra ferðamanna farið yfir 50, að líkindum í fyrsta skipti. Þá eru
vísbendingar um að árin 1878–1880 hafi ferðamenn verið með mesta
móti, hugsanlega um eða yfir 50 manns á ári eða jafnvel nær 100.
Svo virðist sem dregið hafi úr aðsókninni á fyrri hluta níunda ára-
tugarins, ef til vill vegna óhagstæðs veðurfars og hafíss. Um 1890
gæti árlegur heildarfjöldi hafa verið nálægt 100 manns, jafnvel eitt -
hvað umfram það. Um aldamótin hafa sennilega nokkur hundr uð
erlendir skemmtiferðamenn heimsótt landið á hverju sumri og á
árunum 1905–1914 hafa þeir jafnan verið vel yfir 1000, hugsanlega
nálægt 2000 þegar mest var. Þar munaði mest um þýsku skemmti-
ferðaskipin, sem voru árvissir gestir í Reykjavík, með tvær eða þrjár
viðkomur á sumri.
Til samanburðar má nefna að í Noregi fjölgaði erlendum ferða -
mönnum úr um 20.000 árið 1902 í rúmlega 59.000 árið 1912. Þar af
voru um 22.000 frá Bretlandi, tæplega 13.000 frá Svíþjóð, 11.500 frá
Þýskalandi og um 10.000 frá Danmörku. Af bresku ferðamönnunum
gistu rúmlega sex þúsund um borð í skemmtiferðaskipum árið
1912.95
Nákvæm greining á formgerð þeirra ferðamanna sem til Íslands
komu er erfið, einkum eftir miðjan áttunda áratuginn. Þó er ljóst að
enskumælandi ferðamenn, einkum frá Bretlandi, voru lengst af
langfjölmennastir. Um og upp úr aldamótunum fjölgaði mjög í röð -
um þýskumælandi ferðamanna og kunna þeir að hafa verið í meiri-
hluta eftir að þýsku skemmtiferðaskipin hófu að sigla til landsins.
Annars voru farþegarnir frá fjölmörgum löndum, til að mynda
Norður-Ameríku. Norðurlandabúar voru jafnan fáir nema þau ár
sem Danir stóðu fyrir hópferðum til landsins; þá skiptu þeir tugum.
Burtséð frá þjóðerni má slá því föstu að langflestir ferðamennirnir
hafi tilheyrt yfirstétt.
vaxandi ferðamannastraumur til Íslands hélst í hendur við líf-
legri verslun og viðskipti við útlönd, einkum Bretland. Gufuskipa -
ferðir voru vel innan við tíu talsins á sumrin um 1860 en þær marg-
földuðust á síðustu þremur áratugum aldarinnar og í byrjun tuttug-
ustu aldar. engu að síður voru samgöngur til landsins of strjálar og
skipin of ófullkomin (vöruflutningaskip með takmarkað og mis-
hentugt farþegarými) til þess að hægt væri að auka ferðamanna-
strauminn enn frekar. Hér voru ekki heldur vagnfærir vegir, hvað
arnþór gunnarsson106
95 Þjóðviljinn 31. maí 1914, bls. 104. Sjá einnig Templar 27. árg. 8. tbl. (1914), bls. 31.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 106