Saga


Saga - 2015, Side 180

Saga - 2015, Side 180
verki er erfitt að gera skil í einum ritdómi, enda nær það til fleiri atriða en sá sem hér skrifar hefur fræðilega þekkingu á. Mun ég því einkum beina sjónum að umfjöllun þess um samband trúar, þjóðar, ríkis og kirkju, en aðrir þættir ritsins verða að mestu látnir liggja á milli hluta. Það er alþekkt í fræðilegri umræðu að sterkt samband sé á milli trúar- bragða og þjóðernis, og hafa fræðimenn þá gjarnan nefnt þau greinilegu lík- indi sem eru á milli trúarlegrar og þjóðernissinnaðrar orðræðu og iðkunar. Hetjudýrkun þjóðernissinna minnir til að mynda á kaþólska dýrlingatrú, þjóðir teljast oft njóta sérstakrar velvildar æðri máttarvalda, og helgisiðir og táknmál þjóðríkja taka iðulega mið af kirkjulegum athöfnum. Sumir fræði - menn hafa líka fært fyrir því ágæt rök að þjóðerniskennd hafi að nokkru komið í stað trúar í heimi afhelgunar, vaxandi alþjóðavæðingar og aukinnar einstaklingshyggju. „Í umfjöllun hans“, skrifar Sigurjón Árni um kenningar stjórnmálafræðingsins Benedicts Andersons, „fylla þjóðerni, þjóð og þjóðríki ekki einungis upp í tómarúmið sem trúarbrögðin skilja eftir, heldur má túlka þjóðernishreyfingar sem afhelguð trúarbrögð 19. og 20. aldar. Í hug- myndafræði þjóðernishreyfinga hefur þjóðríkið útópískt hlutverk og tekur stöðu ríkis Guðs innan menningarinnar“ (bls. 48). Sigurjón Árni fylgir þess- um þræði eftir, því að segja má að viðfangsefni bókarinnar sé að skýra guð - fræðilegar forsendur evrópskrar þjóðernisstefnu, eða hvernig táknmál kristn - innar hefur haft grundvallaráhrif á hugsun og röksemdafærslu evrópskra þjóðernissinna, og þá einkum íslenskra. Trú, von og þjóð skiptist í fjóra meginkafla, og fjalla fyrstu þrír um kenn- ingarlegar undirstöður rannsóknarinnar, en í fjórða og lengsta hlutanum eru kenningarnar notaðar til að greina flókið samband trúar, þjóðar, ríkis og kirkju hér á landi á mótunarárum íslenskrar þjóðernisvitundar. Sigurjón Árni vinnur einkum með tengsl og andstæður tveggja hugtakapara, þ.e. svo kallaðra einríkis- og tveggjaríkjakenninga annars vegar og staðleysu („útópíu“) og eskatólógíu hins vegar. Bæði hugtakapörin eru sprottin úr og mótuð af táknheimi kristninnar, og höfðu, að mati Sigurjóns Árna, gríðarleg áhrif á þá sem lögðu grunn að þjóðernisstefnunni í evrópu á 18. og 19. öld. Sjónir höfundar beinast einkum að Þýskalandi og áhrifum Marteins Lúters, enda bárust straumar þjóðernisstefnunnar til Íslands ekki síst frá Þýskalandi með viðkomu í Danmörku. Fyrir flestum nútímamönnum eru tengsl kristins táknmáls og þjóðerniskenndar að mestu hulin, því að þeim er kristinn þanka - gangur ekki eins tamur og hann var formæðrum okkar og forfeðrum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að rýna aðeins í merkingu áðurnefndra hugtaka til að skilja betur röksemdafærslu bókarinnar. Í grófum dráttum má segja að tveggjaríkjakenningar gangi út á það að greina á milli hérverunnar og handanverunnar, eða hins veraldlega heims og guðsríkis. Í huga Marteins Lúters var hér frekar um tvö aðskilin en ná - tengd svið að ræða, sem standa í „mögnuðu og spennuhlöðnu sambandi“ (bls. 90–91), en skýrt afmarkaða heima. Aðgreiningin á milli hins andlega og ritdómar178 Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.