Saga - 2015, Page 180
verki er erfitt að gera skil í einum ritdómi, enda nær það til fleiri atriða en
sá sem hér skrifar hefur fræðilega þekkingu á. Mun ég því einkum beina
sjónum að umfjöllun þess um samband trúar, þjóðar, ríkis og kirkju, en aðrir
þættir ritsins verða að mestu látnir liggja á milli hluta.
Það er alþekkt í fræðilegri umræðu að sterkt samband sé á milli trúar-
bragða og þjóðernis, og hafa fræðimenn þá gjarnan nefnt þau greinilegu lík-
indi sem eru á milli trúarlegrar og þjóðernissinnaðrar orðræðu og iðkunar.
Hetjudýrkun þjóðernissinna minnir til að mynda á kaþólska dýrlingatrú,
þjóðir teljast oft njóta sérstakrar velvildar æðri máttarvalda, og helgisiðir og
táknmál þjóðríkja taka iðulega mið af kirkjulegum athöfnum. Sumir fræði -
menn hafa líka fært fyrir því ágæt rök að þjóðerniskennd hafi að nokkru
komið í stað trúar í heimi afhelgunar, vaxandi alþjóðavæðingar og aukinnar
einstaklingshyggju. „Í umfjöllun hans“, skrifar Sigurjón Árni um kenningar
stjórnmálafræðingsins Benedicts Andersons, „fylla þjóðerni, þjóð og þjóðríki
ekki einungis upp í tómarúmið sem trúarbrögðin skilja eftir, heldur má
túlka þjóðernishreyfingar sem afhelguð trúarbrögð 19. og 20. aldar. Í hug-
myndafræði þjóðernishreyfinga hefur þjóðríkið útópískt hlutverk og tekur
stöðu ríkis Guðs innan menningarinnar“ (bls. 48). Sigurjón Árni fylgir þess-
um þræði eftir, því að segja má að viðfangsefni bókarinnar sé að skýra guð -
fræðilegar forsendur evrópskrar þjóðernisstefnu, eða hvernig táknmál kristn -
innar hefur haft grundvallaráhrif á hugsun og röksemdafærslu evrópskra
þjóðernissinna, og þá einkum íslenskra.
Trú, von og þjóð skiptist í fjóra meginkafla, og fjalla fyrstu þrír um kenn-
ingarlegar undirstöður rannsóknarinnar, en í fjórða og lengsta hlutanum eru
kenningarnar notaðar til að greina flókið samband trúar, þjóðar, ríkis og
kirkju hér á landi á mótunarárum íslenskrar þjóðernisvitundar. Sigurjón
Árni vinnur einkum með tengsl og andstæður tveggja hugtakapara, þ.e.
svo kallaðra einríkis- og tveggjaríkjakenninga annars vegar og staðleysu
(„útópíu“) og eskatólógíu hins vegar. Bæði hugtakapörin eru sprottin úr og
mótuð af táknheimi kristninnar, og höfðu, að mati Sigurjóns Árna, gríðarleg
áhrif á þá sem lögðu grunn að þjóðernisstefnunni í evrópu á 18. og 19. öld.
Sjónir höfundar beinast einkum að Þýskalandi og áhrifum Marteins Lúters,
enda bárust straumar þjóðernisstefnunnar til Íslands ekki síst frá Þýskalandi
með viðkomu í Danmörku. Fyrir flestum nútímamönnum eru tengsl kristins
táknmáls og þjóðerniskenndar að mestu hulin, því að þeim er kristinn þanka -
gangur ekki eins tamur og hann var formæðrum okkar og forfeðrum. Af
þeim sökum er nauðsynlegt að rýna aðeins í merkingu áðurnefndra hugtaka
til að skilja betur röksemdafærslu bókarinnar.
Í grófum dráttum má segja að tveggjaríkjakenningar gangi út á það að
greina á milli hérverunnar og handanverunnar, eða hins veraldlega heims
og guðsríkis. Í huga Marteins Lúters var hér frekar um tvö aðskilin en ná -
tengd svið að ræða, sem standa í „mögnuðu og spennuhlöðnu sambandi“
(bls. 90–91), en skýrt afmarkaða heima. Aðgreiningin á milli hins andlega og
ritdómar178
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 178