Saga


Saga - 2019, Síða 43

Saga - 2019, Síða 43
Eftir innleiðingu þingræðis í Danmörku árið 1901 kom til sögunnar sú stefna að færa Íslandi heimastjórn og jafnari rétt innan ríkisins. Vissulega þótti þetta frumkvæði Dana of fábrotið og var ekki tekið af mikilli hrifningu á Íslandi. Þetta gæti stutt það að einkenna Ísland sem nýlendu. Þó eru rök á móti því. Þegar dönsku hitabeltisnýlendurnar skiluðu ekki hagn - aði lengur voru þær seldar öðrum ríkjum (þær indversku og afrísku til Bretlands árin 1845 og 1850 og Vestur-Indíur til Bandaríkjanna árið 1917). Þetta átti sér aldrei stað með Ísland. Eftir danska ósigur - inn árið 1864 hugleiddi ríkisstjórnin reyndar innbyrðis mögu leik ann á því að færa Prússum dönsku Vestur-Indíur eða Ísland í skiptum fyrir Slésvík. Þessar umræður fóru þó fram án vitundar almennings og ríkisstjórnin ákvað að endingu að bjóða Ísland ekki til skipta. Að hluta til því hún taldi hugmyndina óraunsæja og að hluta til af ótta við viðbrögðin sem slíkt ráðabrugg gæti vakið meðal dansks almenn - ings sem og á Íslandi og mögulega víðar í Skandinavíu.10 Ástæða þess að það kom ekki til greina að selja Ísland til annars ríkis var líklega sú að Ísland var gamalt norrænt land með gömul og sterk söguleg og menningarleg tengsl við aðra hluta Skandinavíu. Íslenska var sérstakt ritmál og talið vera upprunalega norræna tungu - málið sem önnur skandinavísk tungumál komu frá. Og tilvist tiltekins ritmáls kallaði á að að frátöldum hæst settu ríkisstarfs mönnunum þyrftu allir prestar og starfsmenn dómskerfisins á Ís landi að vera innfæddir Íslendingar því þeir þurftu að hafa tungu málið á valdi sínu. Staðan var því þannig að ólíkt Noregi gátu Danir ekki komist í slíkar stöður á Íslandi, sem tryggði Íslandi sína eigin menningu og sterka og óvéfengjanlega sjálfsvitund. Önnur ástæða fyrir því að sala Íslands var aldrei alvarlega íhuguð hafði að gera með þjóðaruppruna. Ólíkt svörtum íbúum dönsku Vestur-Indía og innfæddum íbúum afrísku og indversku nýlendanna höfðu Danir og Íslendingar sama uppruna og þótt þeir töluðu ólík tungumál voru þau náskyld. Fyrir þær sakir var hvorki mögulegt né eftir sóknar vert að viðhalda svo skýrum „þeir og við“ greinarmun eða til þess að orða það hispurs - laust: Öfugt við það sem átti við um hitabeltisnýlendurnar var ekki hægt að þekkja Dani og Íslendinga í sundur á húðlit þeirra. En ef nýlenda virðist ekki vera fyllilega viðeigandi lýsing á stöðu Íslands undir danskri stjórn, hvernig ætti þá að lýsa stöðu þess? Hér ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 41 10 Statsrådets forhandlinger, X. bindi. Ritstj. Harald Jørgensen (Kaupmannahöfn: Munksgaards Forlag 1972), bls. 75–79. Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.