Saga - 2019, Qupperneq 80
unum sjálfum.90 Þetta mál var rætt á aðalfundi Bandalags kvenna í
Reykjavík árið 1926 þar sem meðal annars var rætt um að gera störf-
um og verkum kvenna í sögu og samtíð hátt undir höfði auk þess
sem þessi sögulegi viðburður gæfi tilefni til að skrifa sögu kvenna á
Íslandi í þúsund ár: „Þá væri ekki ófróðlegt að geta árið 1930 litið til
baka yfir þessi liðlegu 1000 ár, sem Ísland hefir verið bygt, ekki af
körlum einum saman, en af konum og körlum í sameiningu“, sagði
Inga Lára Lárusdóttir í erindi á fundinum sem hún birti svo í blaði
sínu, 19. júní. Hún heldur áfram:
Á öllum öldum í sögu þjóðar vorrar þessi 1000 ár, mæta okkur konur,
merkar og mikilhæfar, en þær sjást að eins óljóst og óskýrt. Saga þeirra
er enn óskráð. Væri það því ekki vel til fallið að við, hinar alfrjálsu
íslenzku konur 20. aldarinnar, söfnuðum drögum til sögu íslenzkra
kvenna í 1000 ár.91
Tveimur árum síðar, 1928, sótti Bandalag kvenna um 5.000 króna
styrk til Alþingis til þess „að rita sögu eða drög til sögu ísl. kvenna“
sem kæmi út árið 1930. Konurnar fengu ekki áheyrn hjá fjárveitinga-
nefnd neðri deildar þingsins og því greip eina konan sem þá sat á
Alþingi, Ingibjörg H. Bjarnason, til þess ráðs að leggja fram breyt-
ingartillögu við fjárlagafrumvarp fyrir árið 1929 þar sem veittur yrði
2.500 króna styrkur til söguritunarinnar, til vara 2.000 krónur. Leggja
átti áherslu á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi réttarstöðu kvenna, í öðru
lagi heimilishætti, vinnubrögð og menningartengda þætti og í þriðja
lagi þær konur sem skarað hefðu fram úr. Enginn annar þingmaður
sá ástæðu til að eyða orði á þessa tillögu um að skrifa sögu kvenna
á Íslandi í þúsund ár og var hún felld.92 Hér má sjá mjög skýra til-
raun kvenna til þess að staðsetja sig í sögu þjóðarinnar og hvernig
þeim var synjað um þann sess.
erla hulda halldórsdóttir78
90 Nefna má að á lýðveldishátíðinni 1944 voru konur svo gott sem ósýnilegar í
hátíðardagskránni og fjallkonan sem átti að hylla fánann steig aldrei á svið
heldur gleymdist í jeppa þennan regnvota dag. Það vakti nokkra reiði meðal
kvenna. Sjá: Erla Hulda Halldórsdóttir, „„Þeir létu Fjallkonuna hopa af hólmi“
— lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið“, Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs. Birt
28. júní, 2018. http://hugras.is/2018/06/letu-fjallkonuna-hopa-af-holmi-lyd
veldishatidin-1944-og-veisluskrautid/, 17. febrúar 2019.
91 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 162–172; Inga Lára Lárus -
dóttir, „Íslenzkar konur og Alþingishátíðin 1930. Erindi flutt á aðalfundi Banda -
lags kvenna 26. maí 1926“, 19. júní IX:7 (1926), bls. 51.
92 Alþingistíðindi 1928 B, d. 1178–1239. Tilv. d. 1180.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 78