Saga - 2019, Page 153
Tveimur dögum eftir uppboðið flutti Ólafur Stefánsson stiftamt-
maður í Viðey sem hann hafði kosið sem sinn framtíðarembættis-
bústað.15 Skúli fékk til afnota tvö herbergi á lofti Viðeyjarstofu og
bjó þar í skjóli Ólafs það sem hann átti eftir ólifað sem alkunnugt er.
Hann lést 9. nóvember 1794.
Dánarbúið var selt á uppboði 10. ágúst 1795 í Viðey.16 Þá var
boðinn upp 181 númeraður hlutur til viðbótar sem seldust fyrir
sam tals 266 ríkisdali og átta skildinga. Ekki er ætlunin að fara ítar-
lega í saumana á því hér en til gamans má geta að þá voru seldar
tvær kýr, kallaðar Stelpa yngri og Mús. Það hljóta að vera kvígurnar
sem Skúli keypti á uppboðinu sumarið áður. Vibe amtmaður keypti
silfurskeiðarnar sex sem eftir voru á rúma 12 ríkisdali. Annars koma
ekki fram mikið af hinum sömu kaupendum og árið áður. Björn
Gottskálksson og Magnús Stephensen virðast ekki hafa verið á
þessu uppboði og Vigfús Þórarinsson keypti aðeins einn hlut, litla
tóbaksdós úr hlyn. Mest áberandi kaupendur á þessu uppboði voru
Ragnheiður Þórarinsdóttir, tengdadóttir Skúla,17 sem keypti meðal
annars kýrnar tvær, gamlan rokk og fjölmörg búsáhöld, og Guð -
mundur Skagfjörð prentari sem keypti einnig lítilsháttar af bús-
gögnum á uppboðinu árinu áður.
Síðustu mánuðina sem Skúli lifði hefur hann sofið í rúmi með
rauðröndóttri dýnu, með rauðröndóttan púða og græna dúnsæng.
Hér koma líka fram ýmsir persónulegir munir Skúla eins og til
dæmis silfurtóbaksdós og vasaúr. Silfurmedalían sem hann fékk frá
danska Landbúnaðarfélaginu 1776 fyrir kartöflurækt er á listanum
en var ekki seld. Margt fleira væri hægt að tína til en þetta skal látið
duga að sinni. Ljóst má vera að heimild sem þessi getur gagnast við
fjölbreyttar sagnfræðirannsóknir, bæði á ævi Skúla og búskapnum í
Viðey, svo og alhliða rannsóknum á efnismenningu yfirstéttarinnar
á átjándu öld.
uppboðið í viðey 1794 151
15 Hann flutti í Viðey 4. júní 1794, sbr. Sveinn Pálsson, Ferðabók Sveins Pálssonar.
Dagbækur og ritgerðir 1791–1797. I. Bindi (Reykjavík: Örn og Örlygur 1983), bls.
346.
16 ÞÍ. Rtk. B14/19–7. Isl. Journ. 10, nr. 1581. Uppboð 10. ágúst 1795.
17 Hún var gift Jóni Skúlasyni aðstoðarlandfógeta, laundóttir Þórarins Jónssonar
sýslumanns á Grund og því hálfsystir Vigfúsar Þórarinssonar. Íslenzkar æviskrár
V, bls. 75.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 151