Saga


Saga - 2019, Side 193

Saga - 2019, Side 193
Einar Magnúsen Jónasson var sýslumaður af gamla skólanum. Kalla mætti að hann væri borinn til valda því hann var af rótgróinni embættis- mannastétt. Hann nam lögfræði í Kaupmannahöfn en braskaði með fast- eignir, víxla og skuldabréf eftir að hann settist að í Reykjavík og virtist frem- ur þrasgefinn. Hann stóð fyrir málaferlum, sem hann tapaði flestum, skrif - aði skammargreinar og orti níðvísur, gerði tilraunir til að hasla sér völl í stjórnmálum og sótti árangurslaust um háar stöður. Loks var honum veitt sýslumannsembættið á Patreksfirði árið 1918. Þar gat hann búist við að fá að sitja nokkuð óáreittur út starfsævina, ef hann kysi svo, sem eins konar kóngur í ríki sínu. Sýslumenn voru með allt lögreglu- og dómsvald í sínum höndum. Stjórnvöld í Reykjavík skiptu sér yfirleitt ekki mikið af þeim. Einar sýslumaður var kvæntur maður og hlóð niður börnum, þau urðu sjö. Hann hafði því fyrir stóru heimili að sjá og stóð í ýmsu fjármálabraski meðfram sýslumannsstörfum. Eftir frásögninni að dæma hafði Einar sína hentisemi að mestu leyti og fór augsýnilega smám saman að vanrækja emb- ætti sitt, skrifaði ekki lögboðnar skýrslur, dró mál von úr viti, hélt eftir pen- ingum og virtist ekki gera mikinn greinarmun á persónulegu bókhaldi sínu og bókhaldi embættisins. Hvað eftir annað, og löngu áður en Jónas frá Hriflu varð ráðherra, voru gerðar athugasemdir við embættisfærslu hans sunnan úr Reykjavík. Ekkert virðist þó hafa verið aðhafst í málum. Allt þetta er tíundað í bók Davíðs Loga. Það má því segja að Einar hafi legið vel við höggi þegar Jónas frá Hriflu varð dómsmálaráðherra og vildi hreinsa til í „spilltu“ embættismannakerfi. Jónas hafði þann háttinn á að gera unga menn sér handgengna, ekki síst úr Alþýðuflokknum, og fela þeim ábyrgð. Þeir voru hin nýja stétt og vendir dómsmálaráðherrans. Skömmu eftir að Jónas komst til valda var látið til skarar skríða gegn hinum brotlega sýslumanni á Patreksfirði. Hvað eftir annað voru varðskip sett undir kornunga lögfræðinga, fyrst til að rannsaka embættisfærslu Einars og síðan setja hann af. Tveir þeirra, Stefán Jóhann Stefánsson og Hermann Jónasson, áttu síðar eftir að verða forsætisráðherrar. Seint í nóvember 1927 var þriðji ungi lögfræðingurinn, Bergur Jónsson, sendur til Patreksfjarðar með bréf, undirritað af Jónasi frá Hriflu, þar sem Einari M. Jónssyni var vikið frá um stundarsakir vegna vanrækslu á emb- ættisfærslu. Jafnframt var Bergur, þá 27 ára, settur sýslumaður í hans stað. Þetta varð söguleg ferð því Einar brást við með að setja rétt og fella þann úrskurð að það væri óforsvaranlegt að afhenda embætti sitt á þeirri for - sendu að hann væri konunglegur embættismaður og gæti ekki hlítt skipun Jónasar dómsmálaráðherra sem nýlega hefði mátt una því að vera sagður ærulaus í ræðu á Alþingi. Einar Magnúsen Jónasson höfðaði því til konung- legs valds, sem löngu var horfið í raun, og var orðinn uppreisnarmaður gegn löglegu stjórnvaldi. Hann mun hafa ætlað að standa í ístaðinu fyrir embættismannastéttina og bjóst við fullum stuðningi Íhaldsflokksins sem hafði hamast hatrammlega gegn Jónasi. Því var ekki að heilsa. Þetta voru ritdómar 191 Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 191
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.