Saga - 2019, Blaðsíða 221
umræðunni. Hópurinn Konur gegn klámi var virkur á níunda áratugnum
og hélt á lofti rökum, sem farið höfðu hátt í erlendri umræðu, þar sem klám
var skilgreint sem kúgunartæki sem bryti gegn borgaralegum réttindum
kvenna og þess vegna bæri að banna það en ekki vegna þess að það bryti
gegn almennu velsæmi. Þar bendir Kristín raunar á ákveðinn þýðingar-
vanda. Íslenska hugtakið klám, sem enn hefur ekki verið skilgreint í lögum,
nær annars vegar yfir það sem á ensku og fleiri tungumálum kallast porno -
graphy (og vísar til opinskárra kynlífslýsinga) og hins vegar obscene sem
vísar til þess sem er óviðeigandi.
Miðhluti bókarinnar, kaflar þrjú til sex, eru svo ítarleg umfjöllun um það
sem dregið er fram í undirtitli bókarinnar: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbylt-
ingarinnar. Þessi hluti er ítarleg sagnfræðileg greining á dómsmálum og
öðrum opinberum afskiptum af klámi hér á landi á sjöunda og áttunda ára-
tug tuttugustu aldar (í viðhengi eru svo birt brot úr fjórum klámritum sem
dómstólar bönnuðu). Fyrir fram átti ég ekki von á að sá hluti væri sérlega
áhugaverður aflestrar en annað kom á daginn. Í þriðja og fjórða kafla er
nákvæm og ítarleg úttekt á því klámefni sem var til umfjöllunar og umræð -
unni sem birtist í dómskjölum og fjölmiðlum. Þar er verið að skrapa botninn
á því sem kallast lágmenning eða sjoppumenning og fáir ef nokkrir risu upp
kláminu til varnar. Það hvaða efni var pikkað út og kært virðist að einhverju
leyti hafa vera tilviljun háð, nær engin umræða varð um dómsmálin í
fjölmiðlum og jafnvel útgefendurnir héldu sig til hlés, einn kannaðist jafnvel
ekki við að hafa lesið hina dæmdu bók fyrir útgáfu. Undantekning frá þess-
ari afskiptaleysisreglu voru svokölluð stjörnumerkjaplaköt, 12 skyggðar
myndir af karli og konu í ólíkum samfarastellingum sem aðallega voru seld-
ar í tískubúðinni Karnabæ, en útgefendur þeirra og hönnuðir vildu skil-
greina þau sem list frekar en klám.
Kaflar fimm og sex fjalla svo um tvær bersýnar bíómyndir sem báðar
vöktu miklar umræður í fjölmiðlum. Sú fyrri, Táknmál ástarinnar, var sænsk
og kynnt til sögunnar sem fræðslumynd. Hún fjallaði á bersýnan hátt um
kynlíf gagnkynhneigðra norrænna para. Myndin var mánuðum saman sýnd
fyrir fullu húsi í Reykjavík en vegna ótta við að kæra kæmi fram var öll
dreifing hennar út um land stöðvuð. Sú síðari, Veldi tilfinninganna, sem fjall -
að er um í sjötta kafla var japönsk bíómynd sem sýna átti á kvikmyndahátíð
1978. Ábendingar bárust hins vegar um að myndin væri sneisafull af ber -
sýnum kynlífssenum auk þess sem hún endaði með ofbeldisfullu atriði þar
sem konan kyrkir ástmann sinn og sker undan honum. Framkvæmdastjórn
listahátíðar ákvað því að myndin yrði ekki tekin til sýninga hér á landi. Í
kjölfarið spruttu upp harðvítugar deilur og blaðaskrif þar sem enn var tekist
á um mörkin á milli listar og kláms. Þarna stigu íslenskir mennta- og menn-
ingar(karl)menn fram af miklum eldmóði og fordæmdu heimóttarskap
íslenskra yfirvalda. Kristín Svava rekur deilurnar af mikilli nákvæmni, svo
mikilli raunar að mér þótti nóg um. Kaflinn varð því nokkuð endurtekn-
ritdómar 219
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 219