Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 33

Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 33
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 3534 Basel en fór þaðan yfir í Genfarakademíuna þar sem hann lærði hjá Burlamaqui sem þá var þekktur fræðimaður um lög þjóðanna og þar kynntist hann verkum Wolff og þá varð ekki aftur snúið. Vattel stefndi á þessum tíma á frama sem diplómat í þjónustu Prússlands og síðar Saxlands en lítið gekk upp í þeim fyrirætlunum hans og sneri hann þá heim til Neuchatel þar sem hann sat næsta áratuginn eða svo við skriftir um þjóðarétt. Höfuðrit Vattel um þjóðarétt, The Law of Nations — or the Principles of Natural Law Applied to the Conduct and to the Affairs of Nations and of Sovereigns — kom fyrst út á frönsku árið 1757 og sló þegar í gegn en engin bók um þjóðarétt önnur en De juri beli ac pacis hafði viðlíka áhrif. Útgáfan vakti slíka athygli valdhafa í Evrópu og víðar að Friðrik Ágústus II. af Saxlandi kvaddi Vattel þegar á sinn fund til Dresden og bauð honum stöðu diplómats sem hann þáði enda hafði hann lengi framan af ævi þráð slíkt tækifæri. Velgengni bókarinnar héldu engin bönd og frá meginlandinu breiddist hún út í þýddum útgáfum til Englands og síðan til Bandaríkjanna og frá 18. og fram á 19. öld varð Þjóðaréttur Vattel leiðandi rit.102 En hvað var það sem olli slíkum straumhvörfum með útgáfu ritsins? Einfalda svarið er að þarna kom í fyrsta skipti fyrir sjónir manna fræðirit sem gaf heildstæða mynd af þjóðarétti sem sérstöku réttarkerfi formlega fullvalda og jafnstæðra ríkja sem fól í sér greiningu á reglum um samskipti þeirra í stríði jafnt sem á friðartímum. En fram til þess hafði þjóðaréttur fremur verið skilgreindur sem safn altækra reglna óháð ríkjum sem þjóðréttaraðilum, meira í anda ius gentium í Rómarrétti, reglna sem áttu allt eins við um einstaklinga. Má því segja að einstaklingar og önnur samskipti aðila á milli landa en á milli ríkjanna sem slíkra hafi fyrst verið tekið alfarið út úr menginu sem grundvöllur þjóðaréttar hjá Vattel. Vattel sótti einnig mjög í smiðju Wolff um ýmis efni, til dæmis varðandi áhersluna á formlegt jafnræði fullvalda ríkja að þjóðarétti, en við bættist nú sú nýstárlega hugsun í anda síðari tíma vildarréttar að einungis ríkin væru þess umkomin að afmarka réttindi og skyldur að þjóðarétti. Var nálgun Vattel þó alls ekki sú að eðlisréttur væri þýðingarlaus við greiningu á þjóðarétti þótt áherslan væri á sammæli ríkja enda taldi hann sig feta í fótspor Grótíusar og Wolff í þeim efnum. Það sem þó kannski skiptir ekki síður máli er að Vattel setur fyrstur fram efnisreglur þjóðaréttarins á þann skipulega hátt sem við þekkjum í dag í ritum um almennan þjóðarétt, þar sem lið fyrir lið eru skilgreindar og útskýrðar gildandi reglur réttarins um ríkið sem þjóðréttaraðila, þjóðréttarsamninga, lögsögu ríkja, úrlendisrétt, lög í stríði og ábyrgð ríkja, o.s.frv.103 Annað sem einnig aðgreinir Vattel frá fyrirrennurum hans og tengir framlag hans við síðari tíma þróun í átt til vildarréttar er nýstárleg áhersla á mikilvægi málsmeðferðarreglna í samskiptum ríkja.104 Þá hafði það þýðingu að Vattel skrifaði á frönsku en ekki á latínu og textinn var aðgengilegur. Fulltrúar ríkja höfðu einnig eðlilega áhuga á hugmyndum Vattel þar sem nálgun hans fól einnig í sér frelsi fullvalda ríkja til 102 Emmanuelle Jounnet, „Emer de Vattel (1714–1767)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1118. 103 Sama heimild bls. 1119–1120. 104 Koskenniemi (n 4) bls. 120. þess að ráða til lykta sínum innri málum án afskipta annars konar þjóðaréttar.105 Nálgun sem náði svo að segja vissum hápunkti undir lok 19. aldar, en hefur aftur látið nokkuð undan síga eftir síðari heimsstyrjöld og allt til dagsins í dag með uppgangi hugmynda um einstaklingsbundin og ófrávíkjanleg réttindi einstaklinga að þjóðarétti. Sem fyrr segir leit Vattel mjög til Wolff og verka hans sem leiðarljóss en nálgaðist viðfangsefnið þó meira í anda aðleiðslu út frá framkvæmd ríkja fremur en sem rökfræðilega afleiðslu í anda Wolff, en Vattel var sérlega umhugað um að verk hans hefðu hagnýtt gildi. Í anda Grótíusar og Wolff vísaði Vattel þó til þess að helgustu reglur þjóðaréttarins mætti leiða af eðlisrétti og hélt sig við fjórgreiningu Wolff á reglum þjóðaréttar sem leiddu þá ýmist af eðlisrétti, samkomulagi ríkja, beinu eða óbeinu, og loks væru það almennar reglur í anda ius gentium sem ríki almennt töldust hafa gengist við og yrðu þá að hlíta. Vattel útfærði einnig frekar hugmyndir Pufendorf og Wolff um formlegt jafnræði fullvalda ríkja að þjóðarétti. En þótt Vattel gæfi þannig eðlisrétti að hætti fyrirrennara sinna slíkt formlegt vægi og sess þá útfærði hann sýn sína á regluverk þjóðaréttar þannig að þótt eðlisréttur fæli í sér skuldbindingar sem mæddu á samvisku valdhafanna þá væru það þó þeir flokkar reglna sem væru mannasetningar sem einkum hefðu praktíska þýðingu í samskiptum ríkja.106 Er ljóst að Vattel hafði með þeirri nálgun varðað veginn í átt til áherslna í anda vildarréttar í þjóðarétti á 19. öld. Framangreint tímabil í sögu þjóðaréttar á 18. öld var í raun sérlega frjótt og áhugavert og vissulega hefði hér mátt kynna til sögunnar mun fleiri fræðimenn sem settu þá svip sinn á þróun þjóðaréttar í ýmsum efnum en þetta var gullöld fjölfræðinga sem skrifuðu margra binda doðranta, þar á meðal um þjóðarétt. Hér verður það þó látið kyrrt liggja að staldra mikið lengur við það, en þess í stað verður nú aðeins vikið að áhrifaríkum hugmyndum nokkurra helstu heimspekinga í Evrópu frá 18. og fram á 19. öld, sem varða alþjóðasamskipti og þjóðarétt, þ.e. þeirra Rousseau, Kant og Hegel, en þeir áttu hver með sínum hætti eftir að marka viss spor fram í tímann þegar kemur kenningum um þjóðarétt. Þetta voru átakatímar í Evrópu sem náðu hámarki með frönsku byltingunni undir lok 18. aldar og síðan í Napóleonstríðunum á öndverðri 19. öld sem lyktaði með Vínarfriði árið 1815. Frá upplýsingunni tók við háskeið iðnbyltingar á Vesturlöndum, öld íhaldssemi, en víða í bland við uppgang þjóðernisrómantíkur, en frá sjónarhóli þjóðaréttar helst þróun í átt til þeirrar sýnar að þjóðaréttur væri hreinn vildarréttur. 105 Jounnet (n 102) bls. 1121. 106 Neff (n 5) bls. 194–198.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Helga Law Journal

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.