Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 36

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 36
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 3736 6 Framlag ýmissa helstu heimspekinga á 18.–19. öld til þjóðaréttar — Rousseau, Kant og Hegel Á meðal kunnra heimspekinga sem ótvírætt lögðu sitt af mörkum til frekari framþróunar þjóðaréttar á 18. og 19. öld, án þess þó að þeir hafi fyrst og fremst helgað sig fræðigreininni, eru þeir Jean-Jacques Rousseau (1712–1778), Immanuel Kant (1724–1804) og Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770–1831). Þrátt fyrir mismunandi áherslur settu þeir allir fram áhrifaríkar hugmyndir um samskipti ríkja og um þjóðarétt. Franski heimspekingurinn Rousseau, sem fæddur var inn í fjölskyldu kalvínista í Genf í Sviss en bjó lengstum í Frakklandi, átti afar kaflaskipta ævi, en vék nokkuð að þjóðarétti á sínum bestu árum sem fræðimaður upp úr miðri 18. öld. Efasemdamaðurinn Rousseau sem boðaði visst afturhvarf til náttúrunnar hefur oft verið teiknaður upp sem fremur neikvæður þegar kemur að trú á samstarf ríkja. Hvað varðar lögin almennt þá leit Rousseau svo á að hugmyndir um eðlisrétt eða guðslög hæfðu ágætlega í fullkomnu samfélagi en skorti viðurlög og þjónuðu þannig í reynd aðeins hagsmunum þeirra slæmu sem sæju enga ástæðu til að virða lög og þess vegna væri rík þörf á mannasetningum.107 Í raun var Rousseau því einkum upptekinn af þjóðfélagsmeinum og mögulegum bestu tæku lausnum og litast hugmyndir hans um þjóðarétt af því auk þess sem hann setti fram hugmyndir um tilvist almannavilja í samfélagi sem væri óháður einstaklingunum en ætti að birtast í persónu ríkisins. Þegar kom að þjóðarétti taldi hann slíkar reglur einkum vera tækifærisbundnar mannasetningar fremur en byggðar á almennum gildum. Að sama skapi væru átök ríkja óumflýjanleg þar sem hvorki væri eining um grundvallarreglur né heldur væri einn fullvalda valdhafi bær til að tryggja framfylgd reglna í samskiptum ríkja. Rousseau taldi, ólíkt til dæmis Hobbes, að þetta ástand óeiningar og átaka væri þó ekki manninum eðlislægt heldur leiddi það af sögulegri þróun í átt til alþjóðakerfis fullvalda ríkja sem teldu sig hafa aðgreinda hagsmuni. Eina lausnin á þessu ástandi væri að mati Rousseau að gerður yrði samfélagssáttmáli sem væri þá grundvöllur að eiginlegu alþjóðasamfélagi og þá í formi einhvers konar ríkjasambands eða sambandsríkis sem væri gerlegt þar sem menningarleg samstaða væri fyrir hendi, sbr. Evrópu. Sjálfur var Rousseau þó ekki bjartsýnn á að slíkt gæti orðið til á hans tímum þar sem það væri ekki vilji valdhafanna, auk þess sem að vissir vankantar fylgdu einnig slíku bandalagi.108 Má segja að þessar hugleiðingar Rousseau kallist nokkuð á við síðari tíma þróun í átt til alþjóðastofnana. Annar frægur heimspekingur sem gaf sig nokkuð að réttarheimspeki og þjóðarétti var Immanuel Kant, sem ól manninn sem fræðimaður og síðar prófessor við Háskólann í Köningsberg í Austur-Prússlandi (nú Kalíníngrad í Rússlandi). Helsta framlag Kant í þessum efnum snerist um þýðingu 107 Koskenniemi (n 4) bls. 108. 108 Georg Cavalar, „Jean Jacques Rousseau (1712–1778)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1114–1116. lýðræðisskipulags fyrir viðhald friðarins, auk þess sem hann setti fram hugmyndir um það sem kallast „cosmopolitan law“ og má telja undanfara síðari tíma hugmynda um einstaklingsréttindi sem nauðsynlegan hluta þjóðaréttar. En auk þess setti Kant einnig fram heildstæðar hugmyndir sínar um eiginlegar alþjóðastofnanir ríkja.109 Kant setti helstu hugmyndir sínar um alþjóðasamskipti fram í ritinu Perpetual Peace sem kom út 1795. Í grunninn virðist Kant fremur efins um að í samskiptum ríkja myndi birtast hið góða í eðli manna og verkefnið væri því fyrst og fremst það hvernig tryggja mætti frið milli ríkja með andstæða hagsmuni. Rannsóknir Kant leiddu hann í fyrsta lagi að því að það væri skýr tenging á milli stjórnskipunar í ríkjum og afstöðu þeirra til friðar. Í öðru lagi var sýn Kant á þjóðarétt normatíf, þ.e. að þjóðarétti bæri að stuðla að varðveislu friðarins, en til þess væri nauðsynlegt að ríki mynduðu friðarbandalög sem ekki íhlutuðust í einkamálefni ríkja heldur væru miðstöð fyrir úrlausn deilumála og sameiginlegar varnir gegn árásum. Í þriðja lagi setti Kant fram hugmyndir sínar um „cosmopolitan law“ sem væru þá þau alþjóðalög sem fælu í sér beinar og almennar reglur um samskipti ríkja við útlendinga þar stadda, nokkuð í anda ius gentium Rómverja, og væri í sjálfu sér aðgreinanlegt réttarsvið frá þjóðarétti sem gilti aðeins um samskipti ríkja. Hreyfiafl á bak við slíka jákvæða þróun taldi Kant geta leitt af almennum réttindum manna en réttarríki myndu almennt virða fyrirkomulag slíkra réttinda gagnvart borgurum hvers annars í skjóli lögmála um gagnkvæman hag ríkja af slíku.110 Kant gerði þó skýran greinarmun á lögum og siðferði en æðsta menningarstig ríkis og samfélags fælist í því að vilja undirgangast reglur, þ.e. sjálft réttarríkið. Á alþjóðasviðinu birtist þetta í því að ríki leituðust við að samhæfa vilja sinn til að auka athafnafrelsi einstaklingana og virðingu fyrir gagnkvæmum réttindum. Ríkin myndu að lokum sjá hag sinn í því að hemja sig og sýna gagnkvæma virðingu og samvinnu og virða rétt annarra en gagnkvæmni væri algert lykilhugtak í þjóðarétti.111 Ekkert ríki gæti til lengdar reynt að réttlæta framgöngu sem það samþykkir ekki sjálft sem almenna breytni því ríki væru í reynd innbyrðis háð að verulegu leyti. Ríkjum væri því frjálst að vinna að eigin hagsmunum og hugmyndum ef viðlíka réttur annarra ríkja væri virtur. Þá má lesa úr skrifum Kant hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem síðar varð grundvallarregla.112 Hugmyndir Kant um þjóðarétt voru þannig í anda húmanisma en um margt framúrstefnulegar á hans tíma mælikvarða og reyndust afar merkilegar og forspáar með hliðsjón af síðari tíma þróun. Þriðji og heimspekingurinn, og vísast sá einn sá umdeildasti sem lét sig þjóðarétt nokkuð varða, var hinn þýski Hegel, en áherslur hans marka brotthvarf frá anda upplýsingarinnar og í átt að rómantískri þjóðernisstefnu 19. aldar. Grunnhugmynd Hegel var sú að maðurinn gæti aðeins lifað innihaldsríku lífi í 109 Pauline Kleingeld, „Immanuel Kant (1724–1804)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1123. 110 Neff (n 5) bls. 188–189. 111 Sama heimild bls. 251. 112 Pauline Kleingeld, „Immanuel Kant (1724–1804)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1125.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.