Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 96

Andvari - 01.01.2013, Side 96
94 PÉTUR PÉTURSSON ANDVARI Afdrifarík vinslit Matthías Jochumsson komst í náin kynni við únitara þegar hann dvaldist á Englandi veturinn 1873-74. Þá var hann að jafna sig eftir konumissi og ýmsar hremmingar heima á íslandi. Það var fyrir sambönd Eiríks að hann var boð- inn velkominn á heimili eins áhrifamesta únitarans á Englandi, Roberts Spear, þar sem hann fékk allslaus að búa ókeypis við gott atlæti í fimm vikur.44 Matthías tók miklu ástfóstri við únitarana vini sína, sem sáu í honum efni í trúboða og fengu honum fúlgu fjár svo að hann gæti keypt Þjóðólf helsta landsmálablað íslendinga á þessum tíma og gert það að málgagni frjálslyndra trúarskoðana á íslandi. Eiríkur Magnússon og Jón Sigurðsson aðstoðuðu Matthías við kaupin og hugsaði hann sér þá gott til glóðarinnar um samstarf við þessa tvo menn og bað þá um greinar í blaðið. Þá lá fyrir að konung- ur mundi á grundvelli stöðulagana frá 1871 færa Islendingum stjórnarskrá á þjóðhátíðinni sumarið 1874. Jón hafði ýmislegt við stöðulögin að athuga og í framhaldi af þeim við stjórnarskrána og bjóst hann og stuðningsmenn hans nú við að fá inni í Þjóðólfi fyrir greinar um stefnu sína. Matthías falaðist sér- staklega eftir greinum frá Eiríki um trúmál, enda mátti það telja í samræmi við yfirlýst kristilegt frjálslyndi blaðsins að Eiríkur mundi birta þar greinar um trúmál og kirkjumál. í janúar árið 1874 hóf Jón Hjaltalín landlæknir að gefa út blaðið Sæmundur fróði. Birti hann þar margar ítarlegar greinar um heilbrigðismál og læknis- fræði en einnig almenn efni. í stefnugrein blaðsins fjallaði hann um menn- ingar- og trúmál í Evrópu og minntist þar á ógnir Parísarkommúnunnar, sem stóð fyrir byltingu í París fjórum árum áður og hættuna sem stafaði af sósíal- istum og gagnrýnendum kristinnar kirkju. Hann fjallar um þróunarkenningu Darwins sem hann greinilega taldi fjarstæðu til þess fallna að grafa undan siðferðisgrundvelli borgaralegs þjóðfélags. Flokkaði hann hinar ýmsu stefnur og strauma í menningar- og stjórnmálum í tvennt. Hann setti saman í flokk þróunarkenningu Darwins, pósitívisma (framstefnu) August Comte, efnis- hyggju og sósíalisma. Að mati landlæknis ógnuðu þessar stefnur reglunni í þjóðfélögum og grófu undan guðsótta og góðum siðum. Hughyggjumenn og hin eiginlegu vísindi heyrðu aftur á móti til þeirri fylkingu sem stóð vörð um velferð þjóðfélaganna og þegna þeirra.45 Þótti nú Eiríki Magnússyni nóg um og birti langa grein undir dulnefninu Styrmir í blaðinu Norðanfara sem Björn Jónsson gaf út á Akureyri. Aður hafði hann sent Matthíasi greinina til birtingar í Þjóðólfi og honum líkað hún vel og hann ætlaði að birta hana, en vildi að það yrði gert undir nafni höfundar, sem Eiríkur vildi ekki. Eftir að hafa sýnt Jóni Hjaltalín greinina aftók Matthías að birta hana. Líklega hefur Eiríkur einnig boðið Matthíasi greinar um stjórn- mál sem beindust gegn Jóni Hjaltalín og öðrum sem honum fannst standa í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.