Andvari - 01.01.2013, Page 119
andvari
HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI
117
Hér er í raun stillt upp andstæðum innan kirkjunnar, kristninnar eða trúarinn-
ar: Heiðarleika, sannleiksleit, hugsanafrelsi, mannúðlegri mildi, ást og mis-
kunn er teflt fram andspænis þeirri lögmálshyggju sem farísear voru tákn-
gerfingar fyrir um daga Krists en jesúítar í tíð Þorgils gjallanda. - Að vera
er stillt upp sem hinni fullkomnu andstæðu þess að þykjast. Heiðarleikinn er
lofaður en hræsnin bannfærð.
Líta má svo á að boðskapur Þorgils gjallanda sé þessi: Krist er ekki að finna
í kirkjunni. Prestarnir tala ekki fyrir munn hans. Krists ber þvert á móti að
leita meðal hinna misskildu og ranglega dæmdu, þeirra sem leita sannleikans
og ástunda heiðarleika gagnvart sjálfum sér og öðrum.64 Þegar Þorgils gjall-
andi afneitaði kirkju sr. Guðna með öllum venjum hennar og kreddum, hafn-
aði hann þar með ekki Jesú Kristi sem tákngerfingi mannkærleika, frjálsrar
mannúðar og miskunnsemi.65 Þau sönnu gildi var fremur að finna hjá for-
dæmdri, burthlaupinni prestsmaddömu eða uppgjafapresti og fríþenkjara en
sálusorgaranum sem hélt andlitinu út á við en var hið innra holur og tómur.
Þar með er komið að hinni eiginlegu átakalínu sögunnar. Það sem hún
snýst um eru átök sannleika og lygi, heiðarleika og hræsni. Þorgils gjallandi
sá hræsnina blasa alls staðar við í samfélagi sínu og í sinni hreinræktuðustu
mynd í kirkjunni og hjónabandinu, stofnunum sem almennt þóttu heilagar
fram undir hans daga þótt nokkuð væri tekið að fjara undan kirkjunni í lok 19.
aldar.66 Þorgilsi gjallanda var aftur á móti ekkert heilagt nema sannleikurinn
og leitin að honum. Sá sannleikur sem hann þráði fólst í frelsi, mannúð, ást
og miskunn.
Eins og bent var á urðu sögur Þorgils gjallanda ekki til í tómarúmi. Auk
raunsæisstefnunnar og þeirrar menningardeiglu sem hann mótaðist af í Mý-
vatnssveit má benda á trúarsögulegar aðstæður. Allt frá því á 18. öld hafði
ný heimsmynd verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og seint og um síðir hér
á landi. Hin hefðbundna heimsmynd hafði Guð að þungamiðju þegar um
alheiminn er að ræða og tók samfélagsheildina fram fyrir einstaklinginn.
Einstaklingurinn var sköpun Guðs og þegn samfélagsins. Einstaklingurinn
bar líka skyldur gagnvart hvoru um sig, Guði og samfélaginu, en átti hins
vegar engan rétt umfram þann sem afmörkuð staða hans í sköpunarverkinu
og stéttasamfélaginu skóp honum.
Nýja heimsmyndin hvíldi aftur á móti á skýringarlíkani náttúruvísindanna
og tók einstaklinginn fram fyrir heildina. Manneskjan varð nú a.m.k. í aðra
röndina dýr á meðal dýra. Þess vegna varð hún á nýjan hátt áhugavert við-
fangsefni til nákvæmrar atferlisfræðilegrar könnunar, ekki síst í samskiptum
sínum við aðra. Jafnframt öðlaðist einstaklingurinn nýja stöðu vegna þess
að hann átti eigið tilkall til réttinda, þ.e. mannréttinda. Um leið var einstak-
lingurinn þó kallaður til nýrrar ábyrgðar, ekki frammi fyrir yfirvöldunum og