Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 125

Andvari - 01.01.2013, Side 125
ANDVARI HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI 123 14 Sjá Stefán Einarsson 1936: 3-4, 5. 15 Arnór Sigurjónsson 1945: 105. Þórður Helgason (1972: 37) bendir á að hvergi í sögunni sé ritað gegn kenningum Krists en skynja megi að hún sé rituð „í anda trúleysis“. Til er önnur „játning" Þorgils um trú sína og samkvæmt henni má líta svo á að hann hafi aðhyllst algyðistrú. (Þorgils gjallandi 1907: 11) Hér skal ekki reynt að grafast fyrir um hvernig Þorgils komst að ofangreindri niðurstöðu í trúarefnum. Varðandi „prestahatrið" má þó geta þess að móðir hans, Guðrún Olafsdóttir (1816-1860) var laundóttir sr. Jóns Þorsteinssonar (1781-1862) í Reykjahlíð. Afneitaði hann henni fram til fermingar en mun þá hafa nefnt hana Jónsdóttur af því hann kunni ekki við að fara með ósannindi fyrir altarinu. Var henni lítil þökk í því og vildi ekki kannast við frændsemi við hann. (Guðmundur Friðjónsson 1909: 101. Stefán Einarsson 1936: 14. Arnór Sigurjónsson 1945: 65. Bjarni Benediktsson 1971: 44. Þórður Helgason 1982: 34-34.) Þorgils átti því ekki langt að sækja dæmi um tvöfeldni presta m.a. í hjónabandsefnum. Þórólfur Sigurðsson (1886-1940) í Baldursheimi nágranni Þorgils taldi að örlög móður hans hafi haft áhrif á skoðanir og tilfinningar hans. (Þórólfur Sigurðsson 1917: 163) Þórólfur hefur eftir Þorgils (úr bréfi) að hann hafi verið heitur trúmaður í æsku en á fullorðinsárum gerst andvígur kirkju og prestum og það hafi ekki breyst með aldrinum þótt hugur hans mildaðist í ýmsu. (Þórólfur Sigurðsson 1917: 170, 171) Annar þingeyskur skáldbóndi, Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) á Sandi, ritaði svo um trú Þorgils gjallanda: „Hann er ekki trúmaður á þann hátt, sem það hefir verið þýtt vanalegast. Hann sækir ekki kirkju, nema ef vera skyldi einu sinni á ári. Þó mun hann goldið hafa hoftollinn. Eg veit ekki um trúarskoðanir Þorgils. Eg get ætlað, að sú hlýleika tilfinn- ing, sem sumir menn eiga samvaxna trúarkenningunum, hafi með honum runnið í annan farveg og orðið að samúð með dýrunum." (Guðmundur Friðjónsson 1909: 100) Ummælin um hoftollinn má skilja svo að Þorgils gjallandi hafi ekki notfært sér rétt sinn til að ganga úr þjóðkirkjunni. Af Sálnaregistri Mývatnsþinga og manntölum verður heldur ekki annað ráðið. Samkv. manntali 1. nóv. 1890 gaf einn maður í Skútustaðasókn ekkert upp um trú sína. En það var Seinþór Bjarnarson 30 ára ógiftur steinsmiður til heimilis að Helluvaði. Má því líta svo á að aðrir hafi talist lútherskrar trúar. (Sálnaregistur Mývatnsþinga 1888-1925. Manntal 1890: 248) Ummælin merkja í öllu falli að Þorgils hafi goldið það til kirkjunnar sem honum bar en utanþjóðkirkjumenn urðu vissulega ekki gjaldfrjálsir við hana fyrr en 1915 sama ár og Þorgils lést. Hjalti Hugason 2011: 172-174. 16 Arnór Sigurjónsson 1945: 104. 17 í pólitískum efnum virðist afstaða Þorgils gjallanda hafa einkennst af sterkri réttlætiskennd og baráttuanda (paþos) fyrir einstaklingsfrelsi og mannréttindum, persónu- og skoðana- frelsi. Þjóðlið Þingeyinga sem hann var félagi í barðist enda fyrir „kirkjufrelsi, kvenfrelsi og atvinnufrelsi". (Þórólfur Sigurðsson 1917: 172, 173. Bjarni Benediktsson 1971: 46, 47, 49) Ekki tók Þorgils þátt í almennri landsmálapólitík né var flokksbundinn en mun hafa staðið Landvarnarflokknum nærri eftir að hann kom til sögunnar. (Þórólfur Sigurðsson 1917: 172. Stefán Einarson 1936: 27-28) Annars hefur verið sagt um Þorgils að hann hafi ekki haft „heildarsýn yfir lífið og tilveruna“ eða hirt um heimspekileg rök. (Bjarni Benediktsson 1971: 49) Róttækni Þorgils kom einkum fram í mannnskilningi hans sem var natúralískur en í því fólst m.a. að hann lagði áherslu á „dýrseðli" mannsins en ekki „guð- dómsneista" hans. I þessu var hann einkum í upphafi róttækari en ýmsir aðrir raunsæishöf- undar t.d. Gestur Pálsson (1852-1891). Ástinni lýsti Þorgils sem frumlægasta afli mannlegs lífs er ekki lyti stjórn og hefði oftar en ekki tortímingu í för með sér. (Matthías Viðar Sæmundsson 1986: 130-131, 132, 136 149. íslensk bókmenntasaga 1996: 803 (Matthías Viðar Sæmundsson). Sjá og Bjarni Benediktsson 49.) Þorgils trúði þó á hið „göfuga og hreina í manneðlinu". Þorgils gjallandi 1907: 13. 18 Bent hefur verið á að fléttunni í „Gamalt og nýtt“ svipi mjög til fléttunnar í Constance Ring
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.