Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 165

Andvari - 01.01.2013, Page 165
ANDVARI UTAN OG INNAN GARÐS 163 nokkrum lesanda. Annars staðar segir hann um föður sinn, sem hann deilir með heimili öll unglingsárin: „[...] hann var mér í raun og veru gersamlega framandi. Ég talaði aldrei við þennan mann, gerði aldrei neitt með honum, við hittumst ekki vikum saman þótt við byggjum í sama húsi“ (101-102). En frásagnir Bjarna eru þó líka hlaðnar miklum húmor og allnokkurri ír- óníu sem hvoru tveggja er komið á framfæri með hnitmiðuðum einfaldleika. Gott dæmi um það fyrrnefnda er þegar hann límist óvænt fastur við eldhús- gólfið heima hjá sér eftir að hafa stigið ofan í sykurblöndu ættaða úr brugg- framleiðslu föðurins. „Sykurblandan hafði sullast niður, þornað á gólfinu og skapað þetta líka fyrirtaks lím.“ Þar sem hann stendur pikkfastur og horfir á grænar og brúnar flöskur sem innihalda bruggið tekur hann „þá ákvörðun að vera bindindismaður til æviloka. Annars gæti svo farið að ég kæmist aldrei úr sporunum í lífinu“ (34-5). Háðslegan blæ fær frásögnin hins vegar til að mynda þegar fjallað er um samskipti neðanjarðarskáldsins við útgefendur - og ekki að ósekju. Andlit. Skáldœvisögu lýkur skömmu áður en höfundur hennar hlaut tilnefn- ingu til íslensku bókmenntaverðlaunanna og tveimur árum áður en honum hlotnuðust Bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar. Niðurstaða bókarinnar - að örlög sögumanns væru ráðin; að hann „yrði neðanjarðarskáld til æviloka“ (267) reyndist því röng séð í ljósi þess sem síðar gerðist. Hafi Bjarni Bjarnason byrjað að nálgast áður nefnda þríeiningareglu í skáld- ævisögum sínum má segja að í síðustu tveimur skáldsögum sínum hafi hann gengist reglunni á hönd - að því marki sem þessum höfundi er það mögulegt. Skáldsögurnar Bernharður Núll (2007) og Mannorð (2011) tengjast íslensk- um samtíma á mun augljósari hátt en aðrar bækur Bjarna. I báðum þessum skáldsögum er þó fyrst og fremst tekist á við stórar tilvistarspurningar og spurt um skilyrði ástarinnar og siðferðilega ábyrgð. Um þá síðarnefndu má svo sannarlega segja að þar sé landið sögusviðið, þjóðin efnið og sögutíminn íslenskur samtími; því í Mannorði er fjallað um bankahrun, útrásarvíkinga og ærumissi - en að sjálfsögðu með ívafi fantasíunnar því höfundur er trúr sjálfum sér. Spurningin sem liggur til grundvallar þessari skáldsögu snýst um það hvers virði mannorð sé og hvort hægt sé að kaupa það til baka þegar því hefur verið glatað. Að breyttu breytanda eru svipaðar tilvistarspurningar á ferli í skáldsögunni Bernharði Núll ern þar mætum við karlpersónu sem á sér trúar- eða goðsögulegar rætur um leið og hann lifir og hrærist í Reykjavík samtímans. Núll er að sjálfsögðu táknræn tala, táknar tómið og jafnvel sjálfan djöfulinn, og Bernharður Núll virðist í leit að fyrirgefningu eða friðþægingu. Hann vill sættast við guð og telur að besta leiðin til þess sé fórnin; að fórna þeim sem maður elskar. Söguþráðurinn kallast að nokkru leyti á við sög- una af sonarfórn Abrahams en fjallar þó kannski fyrst og fremst um listina að elska og lifa með öðrum. Þetta er verkefni Bernharðs Núll: „Ég þarf að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.