Andvari - 01.01.2013, Page 165
ANDVARI
UTAN OG INNAN GARÐS
163
nokkrum lesanda. Annars staðar segir hann um föður sinn, sem hann deilir
með heimili öll unglingsárin: „[...] hann var mér í raun og veru gersamlega
framandi. Ég talaði aldrei við þennan mann, gerði aldrei neitt með honum, við
hittumst ekki vikum saman þótt við byggjum í sama húsi“ (101-102).
En frásagnir Bjarna eru þó líka hlaðnar miklum húmor og allnokkurri ír-
óníu sem hvoru tveggja er komið á framfæri með hnitmiðuðum einfaldleika.
Gott dæmi um það fyrrnefnda er þegar hann límist óvænt fastur við eldhús-
gólfið heima hjá sér eftir að hafa stigið ofan í sykurblöndu ættaða úr brugg-
framleiðslu föðurins. „Sykurblandan hafði sullast niður, þornað á gólfinu og
skapað þetta líka fyrirtaks lím.“ Þar sem hann stendur pikkfastur og horfir á
grænar og brúnar flöskur sem innihalda bruggið tekur hann „þá ákvörðun að
vera bindindismaður til æviloka. Annars gæti svo farið að ég kæmist aldrei
úr sporunum í lífinu“ (34-5). Háðslegan blæ fær frásögnin hins vegar til að
mynda þegar fjallað er um samskipti neðanjarðarskáldsins við útgefendur -
og ekki að ósekju.
Andlit. Skáldœvisögu lýkur skömmu áður en höfundur hennar hlaut tilnefn-
ingu til íslensku bókmenntaverðlaunanna og tveimur árum áður en honum
hlotnuðust Bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar. Niðurstaða bókarinnar -
að örlög sögumanns væru ráðin; að hann „yrði neðanjarðarskáld til æviloka“
(267) reyndist því röng séð í ljósi þess sem síðar gerðist.
Hafi Bjarni Bjarnason byrjað að nálgast áður nefnda þríeiningareglu í skáld-
ævisögum sínum má segja að í síðustu tveimur skáldsögum sínum hafi hann
gengist reglunni á hönd - að því marki sem þessum höfundi er það mögulegt.
Skáldsögurnar Bernharður Núll (2007) og Mannorð (2011) tengjast íslensk-
um samtíma á mun augljósari hátt en aðrar bækur Bjarna. I báðum þessum
skáldsögum er þó fyrst og fremst tekist á við stórar tilvistarspurningar og
spurt um skilyrði ástarinnar og siðferðilega ábyrgð. Um þá síðarnefndu má
svo sannarlega segja að þar sé landið sögusviðið, þjóðin efnið og sögutíminn
íslenskur samtími; því í Mannorði er fjallað um bankahrun, útrásarvíkinga
og ærumissi - en að sjálfsögðu með ívafi fantasíunnar því höfundur er trúr
sjálfum sér. Spurningin sem liggur til grundvallar þessari skáldsögu snýst
um það hvers virði mannorð sé og hvort hægt sé að kaupa það til baka þegar
því hefur verið glatað. Að breyttu breytanda eru svipaðar tilvistarspurningar
á ferli í skáldsögunni Bernharði Núll ern þar mætum við karlpersónu sem á
sér trúar- eða goðsögulegar rætur um leið og hann lifir og hrærist í Reykjavík
samtímans. Núll er að sjálfsögðu táknræn tala, táknar tómið og jafnvel sjálfan
djöfulinn, og Bernharður Núll virðist í leit að fyrirgefningu eða friðþægingu.
Hann vill sættast við guð og telur að besta leiðin til þess sé fórnin; að fórna
þeim sem maður elskar. Söguþráðurinn kallast að nokkru leyti á við sög-
una af sonarfórn Abrahams en fjallar þó kannski fyrst og fremst um listina
að elska og lifa með öðrum. Þetta er verkefni Bernharðs Núll: „Ég þarf að