Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 172

Andvari - 01.01.2013, Side 172
170 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Kazantzakis spyr um mennskuna, hvað er það að lifa eins og maður? Þetta þema svífur yfir krossfestingu Jesú, lifði hann eins og maður? Hann virðist vera svo órafjarri Sorbasi, sem sver sig í ætt við eitthvað upprunalegt. Sá Kristur trúarinnar sem Kazantzakis þekkti var holdi klæddur fulltrúi þess kristindóms sem mótaðist í Rómaveldi á tímum Konstantínusar keisara á fjórðu öld, hins nýplatónska kristindóms. Þá var það ekki aðeins guðfræðin heldur einnig guðsþjónustan sem fór í farveg keisaratilbeiðslunnar: líkt og keisarinn á hásæti sínu í höll sinni verður Jesús nú keisarinn voldugi og alvar- legi, í gullbúnu hásæti fyrir miðjum helgidómi, þar fer nú tilbeiðsla hins nýja keisara himins og jarðar fram, hins krossfesta og upprisna. í draumsýn Jesú í Síðustu freistingunni er horft til hins möguleikans, hér er það ekki keisarinn og hin nýplatónska heimssýn þar sem efnið er af hinu vonda en andinn af hinu góða. Með öðrum orðum: þar sem tvíhyggja holds og anda er alls ráðandi, þar sem Guð er andans megin en djöfullinn efnis- ins megin. Draumsýn hins krossfesta Jesú Kazantzakis er andstæð þessu. I draumsýninni er engin tvíhyggja lengur, því að hér er hann orðinn að hinum gríska Alexis Sorbasi, hér er það hinn ævaforni átrúnaður Krítverja, mínos- dýrkunin, hin forna trúarmenning, sem skín í gegn. í mínosdýrkuninni er engum nýplatónisma fyrir að fara, enda var heim- spekin ekki komin fram á sjónarsviðið, hér er engin tvíhyggja efnis og anda, hér er holdið ekki illt heldur gott, jafnvel heilagt. Hér er hrifningin mark- miðið, ekki kyrrð spekinnar. í hljóðfæraleik, söng, leikjum og dansi er ein- staklingurinn hrifinn með, mannfjöldinn lifir sig inn í algleymi stundarinnar, hér eru engin skil lengur milli holdsins og andans, hér er allt eitt, allt endur- speglun á guðdóminum sem tekur manninn allan á vald sitt og skilar honum aftur örþreyttum inn í algleymi svefnsins, skilar honum sem manneskju af holdi og anda. Blómaskeið mínosmenningarinnar var á öðru árþúsundi fyrir Krists burð, nafnið fær hún af Mínosi konungi á Krít en um þann son höfuðguðsins Seifs eru litríkar sagnir, og einnig um konu hans sem eignaðist afkvæmi með naut- inu sem konungi hafði verið sent af guðunum, það afkvæmi var blendings- veran Minotauros, maður með nautshaus, sem lifði lokaður inni í völundar- húsinu mikla alla ævi. Mínosmenningin virðist hafa komist af án bókmennta en aftur á móti er myndlistararfleifðin glæsileg: vasar og styttur, allt myndskreytt í bak og fyrir. Æðsti guðdómur mínosmenningarinnar var Gyðjan mikla, sem víða birtist í list Krítverja frá þessu tímabili, ásamt myndum af framhlið helgidómsins þar sem hún ræður ríkjum. Talið er fullvíst að nautið tengist ekki guðdómi eða tilbeiðslu en hins vegar kom það við sögu í tilbeiðsluathöfnum fyrir gyðjuna miklu. Nautið er frjósemistákn, sem vísar til frumkraftsins mikla í lífi og til- vist heimsins. Helgidómarnir eru staðir þar sem Gyðjan mikla birtist, þar er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.