Jökull


Jökull - 01.01.2021, Side 97

Jökull - 01.01.2021, Side 97
Society report Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar í Vík: Kötlugosið 1918 í nýju ljósi Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun, Háskóla Íslands, Öskju, Sturlugötu 7, 102 Reykjavík glare@hi.is; https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.095 Ágrip — Þorlákur Sverrisson kaupmaður í Vík í Mýrdal tók ljósmyndir af Kötlugosinu 1918 „frá byrjun til enda“ svo vitnað sé í hans eigin orð. Raunvísindastofnun fékk 18 glerplötur að gjöf frá erfingjum hans og eft- irmyndir af 17 þeirra birtast hér ásamt skýringum og tilraun til tímasetninga. Ef tímaröðin, sem hér er kynnt, er nærri lagi eru myndirnar teknar frá 12. október til 2. nóvember 1918. Samkvæmt henni var fyrsta myndin tekin í Víkurþorpi 12. október, á fyrsta gosdegi og sýnir gosmökk vofa yfir húsunum. Önnur mynd frá sama degi var tekin norðan Víkur og sýnir háan gráleitan mökk yfir Höttu. Þessar tvær gætu verið fyrstu myndir í heiminum sem teknar voru af sprengigosi í jökli. Eftir fyrstu þrjá dagana sljákkaði í gosinu. Fjórar myndir sem sýna lægri gosmökk, meðal annars tvo aðgreinda gosmekki upp úr jöklinum, voru teknar á tímabilinu 15. til 20. október. Mekkirnir eru hvítir að sjá á myndunum og virðast að mestu vatnsgufa. Mynd frá 22. október sýnir dökkgráan öskumökk yfir fjöllunum norðan Víkur, rétt áður en hann fór að hrynja yfir fjallabrúnirnar og aska fór að falla í þorpinu. Mynd frá 24. október sýnir dökkan mökk yfir Höttu kolsvartri af ösku og einnig virðast upptök makkarins nú austar en áður. Öskufall hófst í Vík síðdegis þann dag og stóð í 13 klst. Fjórar myndir voru teknar 2. nóvember, síðasta daginn sem verulegur gosmökkur sást. Auk mynda af gosmekki tók Þorlákur myndir af hlaupfarvegum og ísgljúfri sem varð til þegar jökulhlaup braust fram undan/úr jaðri Kötlujökuls og braut a.m.k. 1300 m langt og allt að 300 m breitt skarð í hann. Myndir Þorláks eru þær einu sem þekktar eru af þessu gljúfri. Vísindalegt gildi myndanna er töluvert og í þeim eru meiri upplýsingar en dæmin sem tekin eru hér. Þær sýna breytileikann í sprengivirkninni og staðfesta færslu gosstöðvanna meðan á gosinu stóð. Hægt er að reikna hæð gosmakkar og miða út upptök hans. Þær sýna hlaupfarvegi á Mýrdalssandi og hægt er að meta flóðmörk meginhlaupsins á ofanverðum sandinum. Sumar myndanna hafa látið á sjá en með nútímatækni er hægt að laga þær og skerpa og nýta til fulls. INNGANGUR Í eigu Jarðvísindastofnunar eru 18 myndir sem Þor- lákur Sverrisson, kaupmaður í Vík í Mýrdal, tók á meðan á Kötlugosinu 1918 stóð. Erfingjar Þorláks færðu Raunvísindastofnun Háskólans glerplötur með myndum hans að gjöf árið 1975. Eftirmyndir voru gerðar af hverri þeirra en glerplötunum var síðan komið fyrir í skjalaskáp til geymslu. Glerplöturnar komu aftur í ljós þegar farið var yfir gömul gögn árið 2013. Ákveðið var að fela Þjóðminjasafni að geyma glerplöturnar og gera eftirmyndir á stafrænu formi. Myndir Þorláks birtast hér ásamt skýringum en númer myndanna, ÞS-2-001 til ÞS-2-018, vísa til skráningar Þjóðminjasafns. Myndum Þorláks má skipta í þrennt eftir efni þeirra. Af þeim eru 12 myndir af gosmekki, þrjár af hlaupfarvegum og jakahrönn og tvær af ísgljúfri í sporði Kötlujökuls þar sem meginhlaupið braust fram. Ein mynd er af þorpinu í Vík, líklega tekin á árabilinu 1922–1925. JÖKULL No. 71, 2021 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.